Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 137
Tækniannáll 1993/94 135
Þjónustutekjur án vaxta jukust um 8,6% að raungildi árið 1993 miðað við árið á undan. Þar
munar mest urn verulega fjölgun erlendra ferðamanna. Alls komu til landsins tæplega 157
þúsund erlendir ferðamenn sem er rúmlega 10% fjölgun frá fyrra ári. Tekjur þjóðarbúsins af
erlendum ferðamönnum jukust um 10% á föstu verðlagi og nárnu gjaldeyristekjur af erlend-
um ferðamönnum á síðasta ári um 11% af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Tekjur af
varnarliðinu drógust saman um tæplega 17% að raungildi.
Útflutningur vöru og þjónustu jókst samtals um 6,1% árið 1993. Útflutningur hefur ekki
aukist ineira að magni milli ára um árabil.
2.2 Viðskiptakjör
Verðlag á útfluttum sjávarafurðum var að meðaltali 1,6% hærra á árinu 1993 en það var á
árinu 1992 í íslenskum krónum talið. Ef miðað er við meðalgengi íslensku krónunnar lækkaði
verðið vegna gengisfellinga um 6,1% á milli áranna 1992 og 1993, en lækkunin nam 3,1% á
milli áranna 1991 og 1992.
Verðþróun á öðrum útflutningsafurðum svo sem kísiljárni og ýmsum öðrum iðnaðar-
vörum var hagstæðari en fylgdi þó ekki að fullu verðhækkunum á innflutningshlið. Verð á
kísiljárni fór ört hækkandi á síðustu mánuðum 1993 eftir mikið verðfall á árunum 1991 og
1992. Álverð á heimsmarkaði var aftur á móti mjög lágt á síðasta ári og á skyndimarkaði í
London lækkaði álverð um rúm 9% í dollurum á milli ára.
Verðlag á innflutningshlið má annars vegar rekja til breytinga á verðlagi innfluttra vara og
þjónustu í erlendri mynt og hins vegar til breytinga á gengi íslensku krónunnar. Árið 1993
hækkaði verðlag almenns innflutnings, án olíu og innflutnings vegna stóriðju, um 9,1%.
Gengi krónunnar samkvæmt innflutningsvog hækkaði á sama tíma um 8,4%. Samkvæmt
þessu hækkaði verðlag innflutnings einungis um 0,7% í erlendri mynt. Segja má því að
almenn þróun innflutningsverðlags hafi verið fremur hagstæð árið 1993. Þessu til viðbótar
má nefna að verð á olíu var rnjög hagstætt á árinu.
í þjónustuviðskiptum án vaxta varð einnig óhagstæð þróun viðskiptakjara sent skýrist af
lækkandi raungengi krónunnar og áhrifum þess á verðbreytingar einstakra liða þjónustujafn-
aðarins. Þessi óhagstæða verðþróun í vöru- og þjónustuviðskiptum, að vaxtagreiðslum
undanskildum, var að hluta vegin upp af hagstæðari þróun vaxta á erlendum lánum þjóðar-
búsins. Meðalvextir erlendra lána lækkuðu úr 7,1% á árinu 1992 í 6% 1993.
Samtals rýrnuðu viðskiptakjörin í vöruviðskiptum um 6% milli áranna 1992 og 1993 en að
teknu tilliti til þjónustuviðskipta og vaxta samsvaraði rýrnunin 4,3%.
2.3 Gengismál
Skipan gengismála á Islandi var breytt í lok maí 1993 þegar nýjar reglur urn gengisskráningu
krónunnar tóku gildi. í reglunum felst að gengið verður skráð á skipulögðum millibanka-
markaði fyrir erlendan gjaldeyri. Með þessu er Seðlabankinn ekki lengur skuldbundinn til
viðskipta á föstu gengi, heldur verður gengið samningsatriði milli aðila á millibankamarkaði
þegar um stærri viðskipti er að ræða.
Eftir umrót á alþjóðagjaldeyrismörkuðum á árinu 1992 ríkti mun meiri stöðugleiki í
gengismálum árið 1993. Þróunin einkenndist öðru fremur af mikilli hækkun japanska jensins
gangvart helstu myntum. Bandaríkjadollari helur einnig styrkst gagnvart gjaldmiðlum öðrum