Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 141
Tækniannáll 1993/94 139
2.6 Peningamál
í þróun peningamála 1993 ber lang hæst sá árangur sem náðist í lækkun vaxta, en lækkun
raunvaxta nemur um og yfir 2%. Almennt hefur verið slakað á aðhaldi í peningastjórn í þeim
tilgangi að lækka vexti og örva efnahagslífið.
Lánsfjárþörf: Umbætur í þjóðfélaginu undanfarin ár hafa meðal annars miðast við að tak-
marka aðgang ríkissjóðs að lánsfé úr Seðlabankanum. Með því er dregið úr peningaþenslu
vegna halla á ríkissjóði. Ríkissjóður mætir nú lánsfjárþörf sinni alfarið til skamms tíma með
útgáfu ríkisbréfa, víxla og spariskírteina sem boðin eru út á markaði. 1 stað þess að bjóða út
bréf með fyrirfram ákveðnum vöxtum og láta reyna á söluna eru nú lánsfjárhæðir ákveðnar
og látið reyna á við hvaða vexti tilboð fást í bréfin.
Vextir: Nokkur áhlaup voru gerð á árinu til að knýja fram lækkun vaxta. Annars vegar var
það gert með því að slaka á peningastjórn sem fólst í lækkun bindiskyldu og lausafjárhlutfalls
og með aukinni fyrirgreiðslu við innlánsstofnanir, auk þess sem vaxtakjörum í viðskipt-um
Seðlabanka við innlánsstofnanir var breytt. Jafnframt gerði Seðlabankinn vaxtaskipta-
samninga við innlánsstofnanir til að draga úr áhættu þeirra síðarnefndu vegna verðbólgu.
Hins vegar var gripið til beinna markaðslegra aðgerða, einkum í tengslum við yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar um samræmdar aðgerðir til lækkunar vaxta. Með yfirlýsingunni var stefnt
að því að ávöxtun verðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkaði í 5%.
Aðgerðir í októberlok skiluðu árangri. Ávöxtun verðtryggðra skuldbindinga lækkaði á
árinu 1993 um 2-3% og lækkun óverðtryggðra um 5-6%. Meiri tregðu gætti í aðlögun
innlánsstofnana.
Lánakerfíð: Bráðabirgðauppgjör fyrir lánakerfið í heild sýnir nær 12% útlánsaukningu.
Hlutur ríkissjóðs og stofnana hans er lang stærstur í þeirri útlánaaukningu og jukust skuldir
þeirra við lánakerfið um 32%, skuldir atvinnuveganna um 6% og heimila um 11%.
Sparnaður: Tölur um peningalegan sparnað benda til þess að nýsparnaður hafi minnkað frá
árinu áður og numið 24,3 milljörðum króna, sem er 6,3% af landsframleiðslu, samanborið
við 29,7 milljarða árið 1992 og 7,8% af landsframleiðslu.
2.7 Vinnumarkaðurinn
Aukið atvinnuleysi setti svip sinn á vinnumarkaðinn á árinu 1993. Að meðaltali voru 5.600
manns á atvinnuleysisskrá á árinu, sem svarar til 4,3% af mannafla. Þetta er mun meira at-
vinnuleysi en áður hefur mælst. Atvinnuleysi hafði áður mælst hæst á árinu 1992 en þá voru
3% mannaflans án atvinnu.
Atvinnuþátttakan, það er hlutfall vinnuafls af mannfjölda á vinnualdri, er talin hafa verið
75,5% á árinu og hefur hún lækkað stig af stigi frá árinu 1987 er hún var í hámarki.
Fleiri konur eru jafnan á atvinnuleysisskrá en karlar. Hefur verið svo um margra ára skeið
og stafar að hluta af tímabundnum stöðvunum í fiskvinnslu. Atvinnuleysið hefur bitnað mest
á ófaglærðu ungu fólki.
Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni einkum yfir sumarmánuðina. Þau veittu um
2.500 manns vinnu við viðhald opinberra bygginga, vegavinnu og ýmsa starfsemi í þágu
sveitarfélaganna. Reikna má með að þetta jafngildi um 500 störfum á ársgrunni.
Á níunda áratugnum var atvinnuleysi nær eingöngu bundið við landsbyggðina. Þetta hefur
gerbreyst á síðustu tveimur árum. Aukið atvinnuleysi má að mestu leyti rekja til höfuðborgar-