Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 142
140 ÁrbókVFÍ 1993/94
Mynd 3 Vinnuafl og atvinnuleysi 1980-1984. Heimild Þjóðhagsstofnun.
svæðisins. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu mældist 4,2% á árinu 1993 en 4,5% á lands-
byggðinni. Atvinnuleysi var hlutfallslega mest á Norðurlandi eystra 5,6% og á Suðurnesjum
5,4%, en minnst á Vestfjörðum 2,2%.
2.8 Verðlag, tekjur og kaupmáttur
Lánskjaravísitalan hækkaði um 2,5% milli ársmeðaltala 1992 til 1993 og um 2,9% innan
ársins 1993. Vísitala framfærslukostnaðar, byggingarvísitalan og launavísitalan ganga inn í
lánskjaravísitölu.
Verðlagsþróunin 1993 mótaðist af gengisfellingum í nóvember 1992 og í júní 1993 annars
vegar og hins vegar af breytingum á óbeinum sköttum í upphafi og um mitt ár. Undir lok
ársins varð verðlag stöðugt á ný og raunar mældist 0,5% verðlækkun í desember.
Kjarasamningar á árinu 1993 beindust að því að tryggja stöðugt verðlag og bæta kjör
hinna lægstlaunuðu með því að lækka skatta á matvæli og tryggja orlofsuppbót um mitt ár.
Að öllu athuguðu er reiknað með að kaupmáttur launa hafi rýmað um 1,5-2%. Þegar loks er
tekið tillit til fækkunar ársverka um ríflega 1% og aukins mannfjölda um 1% fæst að kaup-
máttur atvinnutekna á mann hafi rýrnað um 3,5%.
Einkenni tekjuþróunar undanfarinna ára hefur verið mikil hækkun á tilfærslutekjum, svo
sem lífeyrisgreiðslum og ýmsum bótum almannatrygginga, þar með töldum atvinnuleysisbót-
um. I heild er áætlað að þessar tekjur hafi hækkað um 9,5% milli ára í fyrra.
Mikil skuldaaukning heimilanna yfir all langt skeið hefur fært þau úr stöðu nettólánveit-
enda í nettóskuldara. Tekjuskattar hækkuðu til muna í fyrra og er áætlað að tekjuskattar
heimilanna hafi aukist um 14% og skattbyrðin um 1,5 prósentustig. Þegar allt er talið reiknar
Þjóðhagsstofnun með að ráðstöfunartekjur á mann hafi lækkað nokkuð í krónum og kaup-
máttur rýrnað um 4,5%.