Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 143
Tækniannáll 1993/94 141
2.9 Þjóðarútgjöld
Samdráttur neyslu og fjárfestingar í heild nam 4,2% árið 1993, en að viðbættri birgða-
aukningu sem nemur 0,3% af landsframleiðslu fæst að þjóðarútgjöldin hafi dregist saman um
4,2%. Til samanburðar er samdráttur þjóðartekna 0,9% og þjóðhagslegur sparnaður hefur því
aukist töluvert á árinu eða frá því að vera um 14,2% af landsframleiðslu 1992 í 15,5% 1993.
Aukning þjóðhagslegs sparnaðar kemur fram í því að viðskiptajöfnuður fer úr 12 milljarða
króna halla í 338 milljóna afgang.
Einkaneysla: Aætlanir benda til þess að einkaneysla á síðasta ári hafi dregist saman um
4,5% að raungildi frá árinu á undan. Frá árinu 1988 hefur einkaneysla á mann dregist saman
um 2,9% á ári að raungildi til jafnaðar. Á sama tíma hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna á
mann lækkað um 2,1% á ári og raungengi krónunnar hefur á þessu tímabili lækkað um 3% að
meðaltali á ári.
Mynd 4 Kaupmáttur ráðstöfunartekna og einkaneysla á mann. Heimild Þjóðhagsstofnun.
Samdráttur einkaneyslunnar hefur að mestu komið fram sem minni eftirspurn eftir innfluttum
neysluvörum. Hún minnkaði um 4,1% á ári að magni á tímabilinu 1988-1993. Innlendi hluti
einkaneyslunnar hefur því aukist hlutfallslega úr 54% 1988 í 57% 1993.
Samneysla: Endurskoðuð áætlun fyrir árið 1993 bendir til þess að útgjöld til samneyslu haft
numið 82,6 milljörðum króna og hafi aukist frá fyrra ári um 2% að raungildi. Hlutfall sam-
neyslunnar af landsframleiðslu hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. Árið 1980
námu samneysluútgjöld 16,9% af landsframleiðslu, en á síðasta ári er áætlað að þetta hlutfall
verði 20,8%.
Fjárfesting: Fjármunamyndun hélt áfram að dragast saman á síðasta ári og nam samdrátt-
urinn 11,6% á föstu verði samanborið við 11,2% samdrátt milli áranna 1991 og 1992. Mestur
var samdráttur í fjárfestingu atvinnuveganna sem nam 29,4%. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði
minnkaði um 7% að raungildi, en fjármunamyndun hins opinbera jókst hins vegar um 7,9%.
Þessa aukningu í opinberri fjárfestingu má rekja til aukinna útgjalda til samgöngumannvirkja.