Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 149
Tækniannáll 1993/94 147
Afkomukönnun: Því miður eru svör við afkomukönnun ekki nógu góð og virðast þau verða
dræmari ár frá ári, en aðeins níu fyrirtæki svöruðu könnuninni í fyrra. Það er umhugsunarefni
og vekur spurningar um það hvort félagsmenn hafi nokkurn áhuga á að fylgjast með afkomu
greinarinnar.
Launakönnun: FRV tók þátt í launa-
könnun SV, sem gerð var 1993. I
ár var ákveðið að taka ekki þátt í
þeirri könnun en reyna þess í stað
að fá upplýsingar um laun á FRV-
stofum.
Skilmálar og samkeppnisstofnun:
Samkeppnisstofnun hefur gert
athugasemd við Skilmála um verk-
fræðiráðgjöf. Að áliti Samkeppnis-
stofnunar er þar um að ræða gjald-
skrá, en samkvæmt samkeppnis-
lögum eru samráð um verð óheim-
il. Ekki hefur verið kveðinn upp
úrskurður í þessu máli.
Löggilding til að gera uppdrætti: Skipulagsstjóra ríkisins var afhent bréf þar sem vakin var
athygli á því að skv. byggingarlögum þyrfti löggildingu til að gera uppdrætti, þ.á.m. sérupp-
drætti. Félagsmenn voru hvattir til að sækja um löggildingu hver á sínu sviði. Oljóst er hvort
einstaklingur sem áritar teikningu er ábyrgur fyrir þeirri hönnun eða fyrirtækið sem hann
vinnur hjá.
4 Byggingarmál
4.2 Fasteignamat
Fasteignaskrár: Eftirfarandi niðurstöð-
utölur fyrir landið allt eru í fasteigna-
skrá þeirri sem tók gildi 1. desember
1993 (sjá töflu):
Endurmat frá 1976 og íbúðafjöldi:
Aðalverkefni Fasteignamats ríkisins
(FMR) sem fyrr var mat á húseignum.
Gerðar voru meiri eða minni mats-
breytingar í 13.432 húsum.
f árslok 1977 voru um 70.000 hús í
fasteignaskrá. Þau eru nú 105.212. Síðustu 16 árin hefur þeim því fjölgað um rúm 35.000,
eða um 50%. Af þeim 70.000 húsum, sem voru á skrá 1977 hafa um 17.000 eða 24% ekki
verið endurmetin.
Fjöldi húsa annarra en útihúsa í skrám FMR hinn 1.12. 1993 var 105.212. A síðasta ári var
sambærileg tala 103.727. Hafði húsum því fjölgað um 1.485 á árinu, eða 1,4%.
Frá því að lög nr. 94/1976 um skráningu og mat fasteigna tóku gildi hafa 87.212 hús verið
metin samræmdu mati. Er það 83,7% af húsakostinum.
Heildarmat allra fasteigna 822.929 m.kr.
Álagningarstofn fasteignaskatts 944.995 m.kr.
Samanlagt rúmmál mannvirkja 88.609 þús. m'
Fjöldi íbúða 95.757 íbúðir
Heildarstærö ræktunar 137.421 ha
Niðurstöðutölur fyrir landiö alit úr fasteigna-
skrá sem tók gildi 1. desember 1993.
Velta alls (m.kr.)
Velta/starfsmann (þús. kr.)
Laun og launat. gj./startsm.
Annar kostn./starfsm.
Hagnaður/starfsm.
Hagnaður (%)
1989 1990 1991 1992
1.770 1.640 1.648 1.498
4.369 4.042 4.070 3.699
2.997 2.836 2.912 2.772
1.262 958 969 964
106 349 175 102
2,7 8,4 4,1 2,8
Helstu niöurstöður úr afkomukönnunum 1989-1992
koma fram í töflunni og er miöaö viö verðlag 1993.