Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 153
Tækniannáll 1993/94 151
Reykjaness. Loks var unnið við dreifikerfi fyrir rafmagn og heitt vatn og við götulýsingu.
Hitaveitan keypti á árinu 1993 hlut Landsvirkjunar í borholu í Eldvörpum.
5.4 Verðlag á orku
Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði um 4% 1. janúar 1993 og aftur um 6% 1. ágúst 1993.
Gjaldskrár stærstu rafveitnanna hækkuðu að meðaltali um 1,2% yfir allt árið 1993, en þær
breyttust mjög mismunandi eftir rafveitum, eða frá 7% hækkun í 5,7% lækkun. Gjaldskrár
hitaveitna breyttust að meðaltali um 2,3%.
Verðlag á áli var mjög lágt allt árið 1993 og þar með einnig orkuverð Landsvirkjunar til
íslenska álfélagsins, ÍSAL, en það er að hluta tengt álverði. Orkuverðið var um 12,6
mUSD/kWh eða 0,92 kr/kWh eftir gengi Bandaríkjadals þann 31. desember 1993.
Smásöluverð á olíu hækkaði á árinu 1993. Meðalverðið á gasolíu var 14,4% hærra en árið
áður að raunvirði, á bensíni 12,5-15,7% hærra eftir tegundum, á dieselolíu 12,3% hærra, á
svartolíu 12,9% hærra og á steinolíu óbreytt verð.
6 Stóriðja og iðnaður almennt
6.1 Stóriðja
6.1.1 íslenska álfélagið
I upphafi árs 1993 voru um 7% kera úr sambandi, en í maí var verksmiðjan komin í fullan
rekstur. Samt varð framleiðslan 94.152 tonn á árinu 1993, sem er mesta framleiðsla á ári
fram til þessa. Vegna sölutregðu jókst framleiðsla umbræðslumálms. Barraframleiðslan, sem
var um 55.000 tonn á árinu, skiptist í 41.500 tonn hreinálsbarra til notkunar fyrir prentplötu-
og pökkunariðnað, 6.800 tonn af melmisbörrum, sem meðal annars eru notaðir í vörur fyrir
byggingariðnað, og svo um 6.700 tonn af börrum úr háhreinu áli, sem notaðir eru í vörur fyrir
ljóstækniiðnað (reflektorar) og vörur sem þurfa að hafa mikinn bjartan gljáa (bright trim).
Aðal fjárfestingarverkefni ársins voru uppsetning smátölva til þess að stýra kerrekstrinum
og smíði nýs mötuneytishúss, þar sem auk mötuneytis er aðstaða til kennslu og fundarhalda.
Enn fremur er tölvudeild þar til húsa, ásamt nokkrum öðrum þjónustuaðilum. Sett var upp
gjallvinnsla til þess að forvinna gjall frá steypuskála. Fjárfestingar námu samtals um 620
milljónum króna á árinu.
Fyrirhuguð fjárfestingarverkefni 1994 eru endurnýjun og breyting á einum af fjórum
blandofnum steypuskálans úr 25 tonna í 34 tonna ofn, uppsetning málmhreinsibúnaðar í 55
tonna steypuofn og endurnýjun mótavagns á annarri eldri barrasteypuvél steypuskálans.
Stefnt er að því að auka framleiðni enn meir, þannig að framleiðsla á starfsmann verði yfir
200 tonn á ári. Starfsmannafjöldinn var um 480 í lok ársins.
6.1.2 íslenska járnblendifélagið
Ymis vandamál í rekstri hrjáðu starfsemi verksmiðjunnar lengi árs 1993 og drógu úr afköst-
um hennar. Sem dæmi voru samtvinnuð hráefna- og veðurfarsvandamál, eldsvoði, stíflur í
skorsteinum og lekar í kælikerfum. Vönduð viðgerðaryfirferð í október og uppsetning nýs
búnaðar í reykháfum bættu framleiðsluna stórlega síðustu tvo mánuði ársins.
Framleiðslumagn ársins var 67.375 tonn, reiknuð sem 75% kísiljárn, sem er nálægt 94% af
metframleiðslu verksmiðjunnar á einu ári og rúmum 15.000 tonnum meira en framleitt var
árið á undan.