Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 154
152 ArbókVFI 1993/94
Sementsverksmiðja ríkisins, sem nú orðið heitir Sementsverksmiðjan hf., tók við 3.847
tonnum af köggluðu ryki. 3.080 tonn af kísilryki voru flutt út, en heildarframleiðsla var
15.292 tonn. Magnið er til marks um lélegan rekstur ofna að meðaltali.
Afkoma fyrirtækisins 1993 var miklu betri samanborið við árið 1992. Þættirnir sem valda
þessari breytingu eru margir og margs konar, svo sem lækkun hráefnakostnaðar, verðlags á
vörum og þjónustu frá birgjum, lækkun launakostnaðar og ýmiss annars kostnaðar. Að
meginhluta er kostnaðarlækkunin varanleg, en orkuverð mun hækka með hækkuðu söluverði
afurða og auknu sölumagni.
Rekstrarreikningur fyrirtækisins fyrir árið 1993 sýnir hagnað á árinu, sem nemur 145,9
milljónum króna í stað 566,6 milljóna taps á árinu 1992.
Haldið var áfram fjárhagslegri skipulagningu eða vinnu við neyðaráætlun fyrirtækisins,
sem svo var nefnd, til að leysa þau vandamál sem steðjuðu að fyrirtækinu. Var þar um að
ræða aukningu hlutafjár og uppstokkun á endurgreiðslum skulda. Erlendu viðskiptabankarnir,
DnB og UNI-Bank í Kaupmannahöfn, sem þjónað höfðu fyrirtækinu um fjögurra ára skeið
með því að fjármagna rekstrarfjárþörf þess, þverneituðu að leyfa þeirri fjármögnun að standa,
heldur kröfðust fullrar endurgreiðslu hennar á þeim dögum sem gildandi samningar þar um
runnu út, síðari hluta árs 1993.
Að lokum náðist saman endurfjármögnunar- og skuldbreytingarlausn fyrir ómetanlegan
stuðning Landsbanka íslands og Iðnþróunarsjóðs ásamt mikilvægri þátttöku Norræna fjár-
festingabankans. Hinar nýju endurgreiðsluáætlanir fela í sér þá skipulagningu fjármála
fyrirtækisins að endurgreiðslugeta þess dugi, jafnvel þótt markaðsaðstæður þess batni ekki.
Bati að því leyti mun á hinn bóginn flýta fyrir fjárhagslegri styrkingu félagsins.
Öll þessi fjármálalega fyrirgreiðsla sem og samkomulag við Landsvirkjun voru því skil-
yrði háð að hluthafar myndu auka hlutafé sitt.
Síðasta þætti þessara aðgerða, 40 m.NOK hlutafjáraukningu, var síðan lokið í nóvember
1993 og fyrirtækinu þar með forðað frá yfirvofandi skipbroti.
í ofni 1 varð bilun 8. maí 1994 með þeim afleiðingum að málmur bræddi gat á botn-
fóðringu ofnsins og rann úr á gólf. Viðgerð tók um tvo mánuði. Skaðinn skiptir tugum mill-
jóna króna. Framleiðslutapið er tryggt en sjálfur ofninn ekki. Lítill málmur var í ofninum og
hann komst ekki í vatn þannig að skaðinn varð ekki eins mikill og hann hefði getað orðið.
Bilun sem þessi er ekki óþekkt í þessum iðnaði. Dæmi eru um gríðarlegar sprengingar í kjöl-
farið á því þegar 1.700 gráðu heitur málmur lendir í vatni.
6.2 Ýmis iðnfyrirtæki
6.2.1 Sementsverksmiðja ríkisins
Verulegur samdráttur varð í sementsframleiðslu á árinu 1993 en heildarframleiðslan varð
rúm 86.400 tonn. Samanborið við árið á undan varð samdrátturinn um 13% og var þetta
lægsta framleiðsluár frá 1961. Framleiðsla á Portlandsementi var 79.729 tonn, á hraðsementi
4.799 tonn og á blöndusementi 1.891 tonn. Ofninn var stöðvaður tvisvar á árinu og rekstrar-
dagar ofnsins urðu 229.
Frá 1992 hefur farið fram tilraun með brennslu úrgangsolíu í sementsofni verksmiðjunnar.
Sementsofnar hafa reynst mjög nytsamleg tæki til eyðingar á ýmsum úrgangsefnum.
Síðastliðin fjögur ár hafa einnig verið brenndar í sementsofninum leifar af rafskautum frá