Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 158
156 ÁrbókVFÍ 1993/94
er þjóðhagslega hagkvæm. Hún veitir 100 manns atvinnu og nýtir raforku sem ella væri ekki
nýtt og hún sparar þjóðinni gjaldeyri sem svarar gjaldeyrisöflun nokkurra togara. Hvað
framtíðin ber í skauti sér á eftir að koma í ljós.
6.2.4 Steinullarverksmiðjan hf.
Rekstur Steinullarverksmiðjunnar hf. var með hefðbundnum hætti á árinu 1993. Alls voru
framleidd 5.293 tonn í verksmiðjunni á Sauðárkróki sem er um 4,5% aukning ntiðað við árið
1992. Heildarsala var 5.203 tonn, sem er u.þ.b. fjögurra prósenta aukning frá fyrra ári. Um
svipaða veltuaukningu var að ræða og var heildarvelta ársins 398 milljónir króna. Þar af nam
salan innanlands 273 milljónum króna, en verðmæti útflutnings losaði 125 milljónir króna.
Helstu útflutningsmarkaðir voru Bretlandseyjar og Þýskaland.
Tæknilega gekk rekstur verksmiðjunnar mjög vel og er framleitt á þremur vöktum, en
stöðugildi eru 40,5.
Hér innanlands hefur markaðsstarf síðustu árin miðað að aukinni hlutdeild gæðameiri
afurða, þ.e. notkun þéttullar í stað léttullar og notkun ullar í plötuformi í stað ullar í rúllum. í
þessu skyni voru á síðasta ári markaðssettar afurðirnar þakull og þilull. Hlutdeild léttullar á
markaðinum hefur minnkað í um 35% úr um 65% árið 1991 og hlutur þéttullar aukist að
sama skapi.
6.3 Iðnaðurinn almennt
ÍSLENSKT, JÁ TAKK! er kjörorð kynningarátaks sem Samtök iðnaðarins, íslenskur land-
búnaður, VSÍ, ASÍ og BSRB hafa staðið að. Kynningarátakið átti upphaflega að standa í
nóvember og fram að jólum 1993 en það tókst svo vel til í samstarfinu að ákveðið var að
halda því áfram út árið 1994.
Markmið átaksins er að auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu með því að hvetja
neytendur til að velja íslenskt og skapa jákvætt viðhorf til íslenskrar framleiðslu og þjónustu.
Með átakinu er jafnframt vakin athygli fólks á þeirri verðmætasköpun sem innlend atvinnu-
starfsemi hefur í för með sér og með því að velja íslenskar vörur skapast störf í ýmsum
öðrum atvinnugreinum.
Ný heildarsamtök: Samtök iðnaðarins, ný heildarsamtök vinnuveitenda í iðnaði, tóku til
starfa um síðustu áramót. Tilgangur með stofnun samtakanna er tvfþættur. í fyrsta lagi að
skapa iðnaðinum einn öflugan málsvara og í öðru lagi að auka og bæta þjónustu við félags-
menn.
Iðnaðurinn er nú í mesta öldudal í hálfrar aldar sögu íslenska lýðveldisins. Á slíkum
erfiðleikatímum er ljóst að mjög mun reyna á hin nýju samtök.
Framleiðsla: Árið 1993 var hið sjötta í samfelldu stöðnunar- og samdráttartímabili í þjóðar-
búskap Islendinga.
Samdráttur í landsframleiðslu hefur ekki verið mikill á tímabilinu í samanburði við aðrar
efnahagslægðir. Heildarsamdráttur er um 2,5% eða rúmlega 0,3% að meðaltali á ári. Öðru
máli gegnir um samdrátt í iðnaðarframleiðslu en hann hefur verið um 2,4% að meðaltali á ári.
Hefur iðnaðarframleiðsla þá dregist saman um 14% frá því að efnahagslægðin hófst. Þetta er
uggvænleg þróun sem að hluta skýrist af hinu almenna efnahagsástandi en einnig af misjöfnu
gengi iðngreina. Hlutur iðnaðar í landsframleiðslu hefur minnkað frá því að vera 13,6% á