Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 159
Tækniannáll 1993/94 157
árinu 1987 í 11,6% árið 1992. Hlutur byggingarstarfsemi í landsframleiðslunni hefur minnk-
að úr 9% í 7,6% á sama tíma.
Vinnuaflsnotkun: Samdrætti í framleiðslu fylgir fækkun ársverka. Arsverk í almennum
iðnaði á árinu 1993 voru um 14.200 og hefur fækkað um 4.200 störf frá árinu 1987 þegar
vinnuaflsnotkun almennt náði hámarki. í byggingariðnaði fækkaði ársverkum um 1.800 á
sama tímabili en þau voru 10.500 á árinu 1993. Heildarsamdráttur hjá fyrirtækjum er urn
12% á tímabilinu og hefur mest dregist saman í fiskiðnaði um 36% og öðrum iðnaði um 23%.
Ársverkum hjá hinu opinbera hefur hins vegar fjölgað um tæplega 9% frá árinu 1987 og
frá upphafi síðasta áratugar hefur þeim fjölgað um 46%. Á þessum 14 árum jókst heildar-
framboð vinnuafls um 20%. Hið opinbera hefur þannig tekið til sín hlutfallslega flesta nýliða
eða ríflega þriðjung. Um 20% vinnuaflsins eru nú í þjónustu hins opinbera en árið 1980 voru
það 15,7%. Þetta er uggvænleg þróun og vekur eðlilega upp spurningar um fyrirferð hins
opinbera í atvinnustarfseminni.
Árið 1988 var atvinnuleysi aðeins 0,6% af mannafla. Áætlanir benda til að það verði 5,5%
af mannafla að meðaltali árið 1994.
Utflutningur: Úttlutningur iðnaðarvöru jókst lítillega árið 1993 vegna aukningar á útflutn-
ingsverðmæti kísiljárns. Hlutdeild áls í vöruútflutningi dróst saman um 0,7% og verðmæti
annarra iðnaðarvara breyttist lítið.
6.4 Nýsköpun í iðnaði
Umræðan um nýsköpun og þróunarmál hefur farið sívaxandi á undanförnum árum með
auknu atvinnuleysi. Margt bendir til þess að Islendingar standi á mikilvægum tímamótum í
allri atvinnustarfsemi og þjónustu hins opinbera. Auðlindir sjávar, vatnsafl, jarðhiti, land og
sérstæð náttúra hafa verið uppspretta hagvaxtar sem hagsæld þjóðarinnar hefur byggst á
síðastliðin 50 ár.
Þekking tengd ofangreindum auðlindum hefur verið að byggjast upp í áraraðir og hagnýt-
ing þessarar þekkingar hefur í vaxandi mæli skilað sér í nýrri tækni, vöru- og þjónustuþróun
og hagræðingu á ýmsan hátt. Þetta hefur á hinn bóginn einnig haft í för með sér offjárfest-
ingu, of mikla framleiðslugetu og atvinnuleysi í hefðbundnum greinum atvinnulífsins.
Á sama tíma hafa æ fleiri greinar atvinnulífsins orðið samkeppnisgreinar á alþjóðlegum
markaði. Þannig hefur samkeppni smátt og smátt verið að aukast í greinum sem áður nutu
fjarlægðar-, tolla- eða lagaverndar. Á alþjóðamarkaði njóta fyrirtækin hagkvæmni stærðar-
innar. Þeir sem ekki nýta sér möguleikana og færa út kvíarnar á stærri markaði sjálfir þurfa
fyrr eða síðar að mæta samkeppnisaðilunum á heimamarkaði. Þá kann samkeppnisaðstaðan
að vera orðin mjög erfið ef ekki glötuð.
Stjórnvöld, samtök atvinnulífsins og allir þeir aðilar sem þjónusta atvinnulífið þurfa að
mynda sterka samstöðu um að styðja nýsköpunarviðleitni í atvinnulífi. Til þess þurfa þessir
aðilar sem skýrasta framtíðarsýn og verða sammála um þær meginforsendur sem verða að
vera fyrir hendi til þess að framtíðarsýnin geti orðið að veruleika. Þetta er brýnasta verkefnið
í íslensku atvinnulífí í dag.
Skýrsla sem nefnist „Stuðningur stjórnvalda við nýsköpun í atvinnulífi" var gefin út í sept-
ember 1993 á vegum iðnaðarráðuneytisins. í henni er komist að þeirri niðurstöðu að íslend-
ingar þurfi að takast á við nýsköpun í atvinnulífinu til þess að brjótast út úr efnahagslegri
stöðnun og vaxandi atvinnuleysi.