Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 160
158 ÁrbókVFÍ 1993/94
6.4.1 Sæstrengur til Evrópu
Á vegum iðnaðarráðuneytisins var í maí 1993 gefin út skýrsla sem nefnist „Sæstrengur til
Evrópu. Útflutningur á raforku". í henni er gerð grein fyrir tæknilegum möguleikum á slíkum
útflutningi og tengslum milli hans og áframhaldandi uppbyggingar raforkufreks iðnaðar
innanlands, möguleikum á raforkumörkuðum Evrópu og þeim hliðum slíks útflutnings er lúta
að þjóðhagslegri hagkvæmni hans.
Sæstrengur milli íslands og Skotlands yrði um 935 km langur og þyrfti að liggja um
hafsvæði þar sem dýpi er allt að 1.100 metrar. Vegalengdin til Hollands og Þýskalands er
nálega tvöfalt lengri eða um 1.800 km. Orkuflutningsgeta eins sæstrengs er 4.100 til 4.400
GWh á ári og afltapið 6-10%, hvort tveggja háð því hvort landtakan verður í Skotlandi eða á
meginlandi Evrópu.
Talið er að kostnaður við virkjanir, flutningslínur, sæstrengi og umbreytistöðvar sé 252
milljarðar króna fyrir tvo strengi til Skotlands, en 358 milljarðar ef landtakan er í Hollandi
eða Þýskalandi. Til samanburðar má nefna að verg landsframleiðsla hér á landi var 382 mill-
jarðar króna árið 1992.
Áætluð arðsemi verkefnisins miðað við nokkur dæmi um samkeppnisverð í Skotlandi,
Þýskalandi og Hollandi er á bilinu 6,8 til 10,1% og hefur þá ekki verið tekið tillit til
skattgreiðslna eða gjaldtöku til ríkisins. Mannþörf við virkjana- og línuframkvæmdir vegna
tveggja sæstrengja er talin rúmlega 11.000 ársverk sem dreifast á áratug.
Tenging með sæstreng við raforkukerfi annarra þjóða myndi meðal annars auka öryggi í
orkubúskap landsins og stuðla að betri nýtingu vatnsorku á íslandi. Undirbúningskostnaður er
svo mikill að leita þarf eftir þátttöku erlendra samstarfsaðila, hugsanlegra eignaraðila síðar,
til þess að taka þátt í honum.
6.4.2 Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar
Áherslubreytingar urðu í starfi Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar
(MIL) á síðast liðnu ári. Vegna erfiðrar markaðsstöðu var ljóst að bygging álvers á Keilisnesi
myndi frestast lengur en í fyrstu var talið og markaður fyrir aðrar stóriðjugreinar sem í
athugun hafa verið versnaði einnig, einkum vegna afleiðinga af hruni Sovétríkjanna. Því gafst
tóm til að sinna meira almennu markaðs- og kynningarstarfi. Ákveðið var að gera markaðs-
og kynningarátak í Bandaríkjunum og var leitað eftir þjónustu Útflutningsráðs í því skyni.
Jafnframt var ákveðið að nýta góð sambönd í Þýskalandi til hins sama og hófst það átak einn-
ig á síðari hluta ársins 1993. Samhliða þessu var unnið að gerð kynningarbæklings til dreif-
ingar utan Evrópu með upplýsingar um aðstæður til fjárfestingar á Islandi. Könnunar-
viðræður eru nú þegar hafnar við fyrirtæki í báðum þessum löndum um hugsanlega fjárfest-
ingu hérlendis.
7 Samgöngur og fjarskipti
7.1 Vegamál
Bifreiðaeign: Samkvæmt tölum frá Bifreiðaskoðun íslands voru nýskráðar fólksbifreiðir
5.574 á árinu 1993 á móti 7.259 árið áður, sem er 21,8% fækkun. Á sama tíma voru
nýskráðar hópferðabifreiðir 71 á móti 134 árið áður, sem er 47,0% fækkun. Nýskráðar vöru-
og sendiferðabifreiðir voru 708, en voru 1.273 árið áður, sem er 44,4% fækkun.
Mikill samdráttur hefur orðið á innflutningi bifreiða síðustu tvö árin.