Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 163
Tækniannáll 1993/94
161
1.550 m.kr. og skyldi renna til nýframkvæmda í vega- og brúagerð. Ráðstöfunarfé til vega-
mála á árinu 1993 var því meira en verið hefur um langt skeið, og er þá tekið tillit til hinna
nýju verkefna við ferjur og flóabáta. Mest er aukningin í nýjum framkvæmdum, en viðhald
og þjónusta jukust einnig.
Kostnaður við vetrarþjónustu var nokkuð mikill eða um 587 m.kr. miðað við tvö snjólétt
ár þar á undan. Auk þess var nokkur kostnaðarauki vegna vatnsflaums í Vestfjarðagöngum,
sem þá er ekki endanlega búið að semja um.
Þjónusta og viðhald vega: Þjónusta og viðhald vega skiptist í þrennt, þ.e. almenna þjónustu,
vetrarþjónustu og viðhald. Fjárveiting 1993 til almennrar þjónustu var 730 m.kr., til
vetrarþjónustu 530 m.kr. og til viðhalds 1.040 m.kr. eða samtals 2.300 m.kr.
Við gerð langtímaáætlunar í vegagerð 1983 var rniðað við að vegir yrðu endurbyggðir í
ríkum mæli og lagðir bundnu slitlagi. Fjármagn til þessa verks hefur í reynd orðið verulega
minna en vera átti. Til þess að komast áfram með bundið slitlag hefur verið gripið til þess
ráðs í nokkrum mæli að styrkja og lagfæra vegi undir slitlag í stað þess að endurbyggja þá
alveg.
Á árinu 1993 var lagt bundið slitlag á 153 km þjóðvega. Alls er bundið slitlag komið á
2.670 km eða 33,4% af þjóðvegum og fara nú um 82% af öllum akstri á þjóðvegum á bundnu
slitlagi.
Stórverkefni: Fjárveiting til stórverkefna 1993 var 669 m.kr.. Langstærsta fjárveitingin var
eins og árið á undan til Vestfjarðaganga eða 554 m.kr..
Stórverkefnin voru stórbrýr og jarðgöng. Stórbrýr voru um Markarfljót á Suðurlandsvegi,
um Gilsfjörð á Vestfjarðavegi, um Vesturós Héraðsvatna á Sauðárkróksbraut og um ós
Breiðdalsár á Austurlandsvegi. Jarðgöng voru Vestfjarðagöng og Austurlandsgöng.
7.2 Hafnargerð
Unnið var að framkvæmdum við hafnargerð og sjóvarnargarða fyrir samtals 1.163 milljónir
króna árið 1993, sem er mun minna en fyrir árið á undan, en þá var unnið fyrir samtals 1.473
milljónir króna. Skipting framkvæmda var sem hér segir (sjá töflu að neðan):
Unnið var að ríkisstyrktum fram-
kvæmdum í 44 höfnum. Heildar-
kostnaður nam 956 milljónum
króna, þar af var hlutur ríkissjóðs
690 milljónir króna. Þá var unnið
fyrir 180 milljónir króna að verk-
efnum sem ekki nutu styrks úr
ríkissjóði, að stærstum hluta hjá Reykjavíkurhöfn eða fyrir 129 milljónir króna.
Á eftirtöldum stöðum var unnið að hafnarframkvæmdum fyrir hærri upphæð en 30
milljónir króna: Bolungarvík, Isafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, hjá Hafnasamlagi Eyjafjarðar,
Húsavík, Eskifirði, Grindavík, Hafnarfirði og Reykjavík.
I Bolungarvík var lokið byggingu brimvarnargarðs við Brjót. I allt voru notaðir 195.000
m’ af grjóti í garðinn. Kostnaður árið 1993 nam 93 milljónum króna.
Á ísafirði var unnið að dýpkun Sundahafnar og steypt þar þekja á nýjan viðlegukant. Þá
var sett upp ný hafnarvog. Kostnaður nam samtals 43 milljónum króna.
1. Hafnarframkvæmdir er nutu ríkisstyrks 956 m.kr.
2. Hafnarframkvæmdir er ekki nutu ríkisstyrks 180 m.kr.
3. Ferjubryggjur 10 m.kr.
4. Sjóvarnargarðar 17 m.kr.
Alls 1.163 m.kr.