Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 164
162 ArbókVFI 1993/94
Á Blönduósi var hafin bygging nýs brimvarnargarðs utan við gömlu bryggjuna á staðnum.
I garðinn fara tæpir 100.000 m’ af grjóti. Stefnt var að því að verkinu lyki árið 1994.
Kostnaður árið 1993 nam 73 milljónum króna.
Á Sauðárkróki var byggð 60 m löng og 24 metra breið stálþilsbryggja við Syðra plan.
Einnig var dýpkað við bryggjuna. Kostnaður varð 70 milljónir króna.
Hjá Hafnasamlagi Eyjafjarðar var unnið að framkvæmdum á Ólafsfirði og Árskógssandi.
Á Ólafsfirði var byggð 80 metra löng og 24 metra breið stálþilsbryggja inn frá Norðurgarði.
Á Árskógssandi var viðlegukanturinn lengdur með 50 metra stálþili. Kostnaður við
framkvæmdirnar nam 90 milljónum króna.
Á Húsavík var lokið við að dýpka við nýja vörubakkann við Norðurgarð. Þarna er klappar-
botn og þurfti að bora og sprengja á um 4.300 m2 svæði. Einnig var steypt þekja á
vörubakkann. Þá var komið fyrir 20.000 m' grjótvörn utan við Suðurgarð. Kostnaður varð um
118 milljónir króna.
Á Eskifirði var byggð ný 73 metra löng trébryggja við Hraðfrystihúsið og kom hún í stað
eldri bryggju sem var rifin. Kostnaður nam 36 milljónum króna.
I Grindavík var hafin vinna við að endurbyggja norðurhlið Eyjabakka. Unnið var að dýpk-
un og keypt stálþil til verksins. Kostnaður nam 47 milljónum króna.
I Hafnarfirði var lokið framkvæmdum við 4. áfanga Suðurbakka. Dýpkað var við bakkann
og steypt 2.800 m2 þekja og malbikaður 4.000 m2 gámavöllur. Gerð var tilraun með að nota
hástyrkleikasteypu í þekjuna og tókst það mjög vel.
í Reykjavík var lokið endurbyggingu Austurbakka og Miðbakka í Gömlu höfninni. Þá var
unnið að dýpkun Gömlu hafnarinnar og er áformað að ljarlægja um 200.000 m3 í þeim áfanga,
sem á að ljúka 1994. Kostnaður við framkvæmdirnar nam samtals 129 milljónum króna.
7.3 Flugmál
Mannvirkjagerð á vegum Flugmálast jórnar: Framkvæmdir á vegum Flugmálastjórnar árið
1993 fólust fyrst og fremst í því að ljúka ýmsum verkþáttum, sem höfðu verið í gangi um
skeið. Einkum var um að ræða að koma upp tækja- og ljósabúnaði á Egilsstaðaflugvelli, en
flugbrautarframkvæmdum þar lauk árið 1992 og brautin þá tekin í notkun fyrir flug að degi
til. Hinn nýi Egilsstaðaflugvöllur var formlega vígður í september 1993 og hafði þá verið
lokið við að koma upp aðflugshalla- og flugbrautarljósum, auk þess sem breytingar höfðu
verið gerðar á aðfluginu og nýr miðlínusendir tekinn í notkun. Þar með var gamla flug-
brautin endanlega tekin úr notkun. Aðflugshallasendir var síðan settur upp á nýliðnu sumri
og er því flugvöllurinn kominn í endanlegt form hvað varðar flugbraut og tækjabúnað. Enn
er þó ólokið umtalsverðum framkvæmdum við flugstöðina.
Auk ofangreindra framkvæmda á Egilsstaðaflugvelli var unnið að því að ljúka fram-
kvæmdum við flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík, en fyrsta skóflustungan að þessu mann-
virki var tekin í september 1991. Þá var hafist handa við stækkun flugstöðvarinnar á Akur-
eyri, byggingu nýrrar flugstöðvar á Bíldudalsflugvelli og tækjageymslu í Vestmannaeyjum
og á Gjögri.
Veturinn 1993-94 fór fram víðtæk umfjöllun á vettvangi Flugráðs, samgönguráðuneytis og
Alþingis um flugmálaáætlun, sem er framkvæmdaáætlun Flugmálastjórnar um uppbyggingu
íslenskra flugvalla. í þessari áætlun, sem er gerð til fjögurra ára í senn, er gert ráð fyrir að
leggja áherslu á að leggja bundið slitlag, þ.e. klæðingu, á alla stærri áætlunarflugvelli