Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 165
Tækniannáll 1993/94 163
landsins. í samræmi við þessa áætlun var hafist handa sumarið 1994 við að undirvinna og
leggja klæðingu á flugbrautir og hlöð á flugvöllunum á Húsavík, Siglufirði og Þórshöfn.
Klæðingu lauk í september. Þá var unnið að efnisvinnslu fyrir sams konar framkvæmdir,
sem fyrirhugaðar eru á næsta ári á flugvöllunum í Bíldudal og á Patreksfirði.
Uppbygging tæknibúnaðar og kerfa: Árið 1993 hefur verið unnið að þróun fjölmargra
tæknikerfa fyrir nýju flugstjórnarmiðstöðina auk þeirra framkvæmda við aðflugskerfi á Egils-
staðaflugvelli, sem áður er getið. Einkum er um að ræða fimm kerfi, þ.e. fluggagnavinnslu-
kerfi, ratsjárgagna- og skjákerfi, fjarskiptastjórnkerfi, flugupplýsingakerfi og hússtjórnar-
kerfi fyrir bygginguna.
Fluggagnavinnslukerfið mun vinna úr tlugáætlunum og öðrum gögnum, sem berast frá
flugvélum á flugi, þannig að flugumferðarstjórar hafi ætíð aðgang að nýjustu upplýsingum
um stöðu og fyrirætlanir flugvéla á íslenska flugstjómarsvæðinu. Jafnframt fylgist fluggagna-
tölvan með áætlunum og framvindu í flugi allra flugvéla á svæðinu og gefur viðvaranir, ef
líkur eru á að þær muni nálgast um of. Þetta kerfi hefur verið í þróun hjá CAE Ltd. í Kanada
um rúmlega fimm ára skeið og hefur verið í prófunum hjá framleiðanda frá því á síðastliðnu
sumri.
Ratsjárvinnslukerfið tekur á móti, vinnur úr og setur fram myndrænar upplýsingar um
ferla flugvéla frá fimm ratsjám hér á landi og einni ratsjá í Færeyjum. Þetta kerfi, sem hefur
verið þróað á undanförnum sjö árum af Kerfisverkfræðistofu Háskólans, hefur verið tekið í
notkun í áföngum í gömlu flugstjórnarmiðstöðinni. Unnið er að frekari þróun þessa kerfis
fyrir nýju flugstjórnarmiðstöðina. Fjarskiptastjórnkerfið gefur aðgang að öllum fjarskiptum
við flugvélar á flugi og stöðvar á jörðu niðri. Kerfið, sem er í þróun hjá INTELECT Ltd. í
Bandaríkjunum, er af nýrri kynslóð fjarskiptastjórnkerfa, þar sem hugbúnaðar- og örtölvu-
tækni er beitt til hins ýtrasta.
Flugupplýsingakerfið veitir flugumferðarstjórum greiðan aðgang að ýmsum gögnurn, sem
geta verið á textaformi eða í myndrænu forrni. Aðgangur að þessum gögnum er einfaldur og
byggist t.d. á að benda á hluti á tölvuskjánum. Þetta kerfi hefur verið þróað hérlendis.
Hússtjórnarkerfið hefur einkum það hlutverk að stýra loftræsi- og hitunarkerfum bygging-
arinnar, en auk þess má tengja við það hvers konar öryggiskerfi, t.d. eldvarnarkerfi og
aðgangskerfi hússins.
Að öðru leyti er unnið að áætlun um að taka gervihnattatæknina í notkun hér á landi við
flugleiðsögu og flugfjarskipti eins fljótt og kostur er. Einkum er unnið að því að hefja notkun
GPS staðsetningarkerfisins við flugleiðsögu og er þegar byrjað að gera mælingar á flugvöll-
um landsins í því skyni. Þá er unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna notkunar þess-
arar nýju tækni í flugleiðsögu og flugumferðarstjórn yfir Norður-Atlantshafi í náinni sam-
vinnu við þau ríki, sem veita slíka þjónustu á þessu svæði.
7.3 Fjarskipti
Símanotkun hefur stóraukist síðasta áratuginn og farið er að bjóða nýrri þjónustu. Hið al-
menna talsímakerfi nýtist í auknum mæli fyrir fleira en hefðbundna tal- og faxþjónustu. Nú
er t.d hægt á sjálfvirkan hátt að fá upplýsingar um stöðu bankareikninga eða veðurspá auk
upplýsinga um kaup á vöru og þjónustu. Ekki má heldur gleyma útvarpsflutningi og gagna-
flutningi ásamt farsímaþjónustu. Allt þetta stuðlar að betri nýtingu fjarskiptakerfanna.