Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 166
164 ÁrbókVFÍ 1993/94
Stafræna símakerfið hefur í för með sér meira öryggi en áður. í árslok 1993 voru 66%
símanúmera stafræn og mikilsverður árangur náðist á árinu þegar hringtengingu ljósleiðara-
kerfisins lauk. A samá hátt miða framkvæmdir við Cantat 3 að því að tengja landið við um-
heiminn með ljósleiðara. Allt þetta eykur gæði og öryggi fjarskiptakerfisins bæði innanlands
og til annarra landa.
Fáum nýjungum hefur verið tekið jafn vel og farsímaþjónustunni en hún tók fyrst til starfa
handvirk 1983 og sjálfvirk 1986. Árið 1993 voru fest kaup á nýju stafrænu farsímakerfi sem
nefnt er GSM og var það tekið í notkun haustið 1994.
Rekstrarafkoma: Rekstrartekjur Pósts og síma árið 1993 voru án fjármunatekna 9.341
milljónir króna sem er 5,2% hækkun frá fyrra ári. Bókfærður rekstrarhagnaður var 1.550
milljónir króna en af þeim hagnaði greiddi fyrirtækið 820 milljónir króna arð í ríkissjóð.
Gjaldskrárbreytingar: Litlar breytingar voru gerðar á gjaldskrám fyrirtækisins aðrar en þær
að 1. maí 1993 lækkuðu gjöld fyrir símtöl til útlanda um 6% að meðaltali. Er það í samræmi
við þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár og hefur leitt til þess að gjaldskrá Pósts og
síma fyrir símtöl til útlanda er orðin mjög sambærileg við gjaldskrár í helstu viðskiptalöndum
íslendiriga.
Fjárfestingar: Á árinu 1993 var fjárfest fyrir 1.701 milljón króna. í jarðsímum var fjárfest
fyrir 191 milljónir króna, í sjálfvirkum símstöðvum, sérbúnaði, gagnaflutningakerfum og
viðvörunarkerfum nam fjárfestingin 304 milljónum króna, í örbylgju- og fjölsímabúnaði 289
milljónum króna, í Cantat 3 var fjárfest fyrir 607 milljónir króna og í radíosendistöðvum fyrir
80 milljónir króna. Aðrar fjárfestingar voru 231 milljón króna.
Framvinda: Vel miðaði í uppbyggingu stafrænna símstöðva á árinu 1993 og fjölgaði upp-
settum númerum í stafrænum stöðvum úr 71.040 í 104.348 númer. í árslok 1993 voru 66%
símnotenda komnir með stafrænt númer á móti 49% í árslok 1992. Á árinu bættist við 41 ný
AXE stöð, 40 útstöðvar og ein móðurstöð á ísafirði. Símanúmerum fjölgaði úr um 140.000 í
ársbyrjun í 143.600 í árslok 1993.
Lagðir voru samtals 370 km af koparstrengjum á árinu 1993, þar af fóru 230 km í nýlagnir
og 140 km til viðhalds. Heildarlínulengd þessara strengja var 14.800 km, þar af 11.800 km í
nýlagnir og 3.000 km í viðhald.
Lagðir voru ljósleiðarastrengir milli Ólafsvíkur og Hellissands annars vegar og Egilsstaða
og Eiða hins vegar. Þá var lagður ljósleiðarastrengur milli ísafjarðar og Súðavíkur sem var
tengdur 1994. Lagðir voru sæstrengir yfir Álftafjörð og Hamarsfjörð sunnan Djúpavogs og
Skarðsfjörð í Hornafirði og var þar með hringtengingu ljósleiðarakerfisins lokið.
Fjölsímatengi voru sett á ljósleiðarastrengi víðs vegar um landið. Á árinu var lokið við
uppsetningu á ljósleiðarabúnaði fyrir íslenska ratsjárkerfið.
Línum til útlanda fjölgaði enn á árinu og eru nú 417. Tekin var í notkun ný jarðstöð á
Höfn í Hornafirði, sem gegnir því hlutverki að vera varastöð fyrir utanlandssímaumferð.
Þeim fjölgar stöðugt sem nýta sér þjónustu boðkerfis Pósts og síma. í árslok voru notendur
orðnir 5.571 og hafði fjölgað að meðaltali um 130 í hverjum mánuði ársins 1993.
Farsímanotendur voru 17.409 í árslok 1993 og hafði fjölgað um 2.158 á árinu.
Ný þjónusta var tekin í notkun í desember 1993, svonefnd talhólf, en þau henta farsíma-
eigendum sérlega vel þótt þau nýtist einnig öðrum símnotendum. Um áramót voru 519 aðilar
þegar komnir með talhólf.