Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 167
Tækniannáll 1993/94 165
8 Útflutningur íslenskrar verkfræðiþekkingar
8.1 Virkir-Orkint
Helstu viðfangsverkefni Virkis-Orkint á árinu 1993 og það sem af er ársins 1994 hafa verið í
Austur-Evrópu og Rússlandi.
Rússland: Virkir-Orkint lauk við hagkvæmniathugun fyrir hitaveitu í Kamchatka. Þróunar-
banki Evrópu var verkkaupi í þessu verkefni og var heildarþóknunin 15 milljónir króna.
Bankinn hefur heitið að fjármagna hitaveituframkvæmdirnar að hluta og fyrirhugar að greiða
fyrir viðbótarathugun á raforkuveri í tengslum við hitaveituna. Gert er ráð fyrir að Virkir-
Orkint annist þessa athugun fyrir bankann.
Slóvakía: Samningur hefur verið gerður við Slovgeoterm Ltd., dótturfyrirtæki Virkis-Orkint
og Nordic Environment Finance Corporation NEFCO og SPP gasfyrirtækis Slóvaka, um hönn-
un og yfirumsjón með framkvæmdum við hitaveitu í bænum Galanta. Þetta eru framkvæmdir
upp á um 3 milljónir bandaríkjadala. Norræni fjárfestingabankinn í Helsingi veitir lán fyrir
verulegum hluta fjárfestingarinnar og var gert ráð fyrir undirritun lánssamnings haustið 1994.
Hönnun stendur yfir og er reiknað með að framkvæmdir hefjist á næstunni.
Hitaveita Reykjavíkur hefur ákveðið að gerast hluthafi í hitaveitufyrirtækinu í Galanta og
mun hún væntanlega veita rekstrarráðgjöf fyrstu árin. Aðrir hluthafar verða NEFCO, SPP
gasfyrirtækið, bæjarfélagið í Galanta og Slovgeoterm.
Kína: Virkir-Orkint hefur gert santning um ráðgjöf, hönnun, umsjón og innkaup á búnaði og
efni vegna hitaveitu í borginni Tanggu fyrir um 3 milljónir bandaríkjadala. Norræni fjár-
festingabankinn NIB og Norræni þróunarsjóðurinn NDF hafa heitið láni vegna erlenda kost-
naðarins, 3 milljónir dala. Gert er ráð fyrir að lánssamningur verði undirritaður fyrir árslok
1994 og mun þá aukinn kraftur verða settur í verkefnið af hálfu Virkis-Orkint. Fram að þeim
tíma verður unnið að ýmsum undirbúningi.
8.2 Marel
Á árinu 1993 var aukin áhersla lögð á markaðssókn til þess að ná því markmiði, sent sett
hafði verið á árinu 1992, að tvöfalda veltu fyrirtækisins á 3 til 5 árum. Rekstur fyrirtækisins
einkenndist nokkuð af þeim breytingum sem er að verða á söluvörum fyrirtækisins. Vægi
tlokkara og vinnslukerfa, þ.e. tækja sem hafa hlutfallslega hærri smíðakostnað, er að aukast á
kostnað Iand- og skipavoga.
Af stórum samningum sem gerðir voru á árinu 1993 má nefna samning að verðmæti 45
milljónir króna um afhendingu á skipavogum í raðsmíðaverkefni í Þýskalandi. Seldar voru
flæðilínur og vinnslueftirlitskerfi til tveggja aðila í Noregi. Fyrsti rækjuflokkarinn, sem bygg-
ist á myndgreiningu, var seldur og settur upp hjá stórum rækjuframleiðanda í Thailandi.
Gerður var samningur við svínaslátrunar- og vinnslustöð í Bandaríkjunum um flokkara, vogir
og vinnslueftirlitskerfi, en samningurinn hljóðaði upp á 35 milljónir króna. Þessi samningur
markar einnig upphafið að sölu Marelbúnaðar í nýjan iðnað, þ.e. rautt kjöt. Á árinu 1993 náði
fyrirtækið jafnframt umtalsverðum árangri í alifuglaiðnaði, rneðal annar tókust samningar urn
sölu á flokkurum við einn stærsta kjúklingakjötsframleiðanda Bandaríkjanna.
8.3 Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Árið 1993 var fimmtánda starfsár Jarðhitaskólans. Það ár voru nemendur fleiri en nokkru