Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 168
166 ÁrbókVFÍ 1993/94
sinni fyrr. Þeir voru fjórtán og komu frá Kína (4), Filippseyjum (3), El Salvador (2), Búlgaríu
(1), Litháen (1), Kenya (1), Rúmeníu (1) og Úganda (1). Þrettán nemendur voru á vegum
Háskóla Sameinuðu þjóðanna en einn (frá Úganda) á vegum Þróunaraðstoðar Sameinuðu
þjóðanna (UNDP). Auk þess var nemandi frá Filippseyjum í tveggja mánaða námi við
háskólann á vegum UNDP.
A fimmtán ára starfsferli skólans hafa 132 nemendur frá 26 löndum lokið sex mánaða
námi við skólann. Auk þess hafa um 50 manns komið í styttri heimsóknir og námsdvalir (2
vikur til 3 mánuðir) á vegum skólans. Flestir nemendur hafa komið frá Kína (27),
Filippseyjum (20) og Kenya (19).
9 Ýmsar stofnanir
9.1 Háskóli íslands
9.1.1 Verkfræðideild Háskóla íslands
Nám og störf í verkfræðideild Háskóla íslands hafa verið með hefðbundnum hætti á árinu 1993
og 1994. Vor og haust 1993 útskrifuðust samtals 58 verkfræðingar, þ.e. 18 byggingarverk-
fræðingar, 17 rafmagnsverkfræðingar og 23 vélaverkfræðingar. Vor og haust 1994 útskrifast 37
verkfræðingar, þ.e. 14 byggingarverkfræðingar, 11 rafmagnsverkfræðingar og 12 vélaverk-
fræðingar. Árið 1994 útskrifast því miklu færri verkfræðingar en útskrifuðust árið 1993.
20 ár eru nú liðin síðan
fyrstu verkfræðingarnir
útskrifuðust frá deildinni
skv. núgildandi reglugerð.
Alls hefur 721 verkfræðing-
ur útskrifast frá deildinni
þessi 20 ár eða 246 bygg-
ingarverkfræðingar, 261 raf-
magnsverkfræðingur og 213
vélaverkfræðingar. Litlar
breytingar hafa yfirleitt orð-
ið á fjölda nemenda og út-
skrifaðra verkfræðinga milli
ára þessi 20 ár. Aðsókn að
deildinni hefur lítið breyst
öll árin þótt nemendum, sem
stunda einhvers konar
háskólanám, liafi farið
sífjölgandi. Hlutfall verk-
fræðinemenda af heildar-
fjöldanum hefur því lækkað
verulega. Er það nokkurt áhyggjuefni, enda eru nemendur í deildinni of fáir til þess að unnt
sé að bjóða upp á það fjölbreytilega nám, sem nútíma verkfræðimenntun byggir á. Haustið
1994 voru alls skráðir 94 nýir nemendur til náms við deildina. Af þeim eru einhverjir, sem
eru endurinnritaðir til náms, þ.e. hafa áður verið skráðir nemendur við deildina. Af nýnemum
<13
O)
c
o
o
<13
60
50
40
30
20
2, 10
1993
1994
Samtals
Byggingar-
verkfræði
Rafmagns-
verkfræði
Mynd 20 Fjöldi úlskrifaðra verkfrœðinga úr HÍ 1993 og 1994.
Heimild Háskúli Islands.