Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 169
TækniannáH 1993/94 167
eru 21 skráðir til náms í byggingarverkfræði, þar af tvær konur, 51 í vélaverkfræði, þar af
fjórar konur og 30 í rafmagnsverkfræði, þar af ein kona. Virðist hlutfall kvenna meðal ný-
nema vera óvenju lítið að þessu sinni, en alls eru 39 konur skráðar til náms eða tæp 16% af
þeim 247 nemendum, sem stunda nám við verkfræðideild.
Hið rannsóknartengda framhaldsnám, þ.e. meistaranámið, hefur verið að festast í sessi, en
það er orðinn fastur liður í starfsemi deildarinnar og rennir tvímælalaust styrkari stoðum
undir þær rannsóknir, sem eiga sér stað við hana. Þetta framhaldsnám er þó háð því, að
nemendur geti sótt námskeið við erlenda tækniháskóla, þar sem enn er ekki hægt að segja að
deildin bjóði upp á sérstök M.S. námskeið. Meistaranámið fer því aðallega fram með þeim
hætti, að námskeiðshlutinn, sem er 30-60 einingar, er tekinn við erlendan háskóla, en sjálf rit-
gerðin, 15-30 einingar, er unnin hér heima. Hefur NORDTEK áætlun norrænu tækni-
háskólanna um nemendaskipti komið að góðum notum í þessu skyni. Arið 1993 voru sam-
þykktar reglur um skipulagt doktorsnám til dr.scient.ing. prófs við deildina. Páll Valdimars-
son, vélaverkfræðingur, varði sama ár doktorsritgerð við deildina og hlaut fyrstur gráðuna
dr.scient.ing. fyrir ritgerð sína Modelling of Geothermal District Heating Systems.
Miklar umræður hafa átt sér stað um stöðu verkfræðinámsins og deildarinnar, eftir að
skýrsla ABET nefndarinnar var birt í septembermánuði 1993. I síðustu árbók VFI var laus-
lega gerð grein fyrir aðdraganda ABET úttektarinnar og helstu niðurstöðum. I febrúar 1994
hélt VFÍ og deildin ráðstefnu fyrir verkfræðinga og aðra áhugamenn um ABET skýrsluna,
þar sem tillögur og ábendingar nefndarinnar voru kynntar og ræddar. Kom dr. Russel Jones,
prófessor við Delaware háskólann í Bandaríkjunum og einn nefndarmanna, hingað til lands
til að kynna helstu atriði skýrslunnar á ráðstefnunni, en ágætar og málefnalegar umræður unt
vísinda- og tækninám á Islandi fóru þar fram.
Þegar hafa orðið nokkrar breytingar á starfsemi deildarinnar í kjölfar ABET skýrslunnar.
Starfskjör forseta verkfræðideildar hafa verið bætt til að styrkja stjórn hennar. í lok árs 1993
var ákveðið að mynda sérstakan ráðgjafarhóp eldri og reyndari verkfræðinga, sem ásamt deildar-
forseta, eiga að fylgjast með og vera til ráðuneytis um málefni deildarinnar. Ráðgjafa-
hópurinn kallar sig SENAT verkfræðideildar. Senatið hefur hist reglulega og rætt ýmis
vandamál deildarinnar og lagt á ráðin um frekari framþróun hennar. Vorið 1994 var ákveðið
að leita eftir breytingum á reglugerð Háskóla íslands, sem varða verkfræðideildina. í fyrsta
lagi var samþykkt að taka upp sérstakt heiti á þeirri námsgráðu, sem veitt er eftir fjögurra ára
eða 120 eininga verkfræðinám við deildina, í samrænti við ábendingu ABET nefndarinnar
þar að lútandi. Þar sem áður var talað um lokapróf í verkfræði, verður nú veitt námsgráðan
Candidatus scientiarum, þ.e. nemendur ljúka C.S. prófi í verkfræði. Þá var einnig samþykkt
að breyta nafni á hinum þrem skorum deildarinnar í samræmi við breyttar áherslur í námi og ný
fagsvið, sem óðum eru að ryðja sér til rúms í verkfræðinámi unt allan heini. Skorirnar heita
nú rafmagns- og tölvuverkfræðiskor, unthverfis- og byggingarverkfræðiskor og véla- og
iðnaðarverkfræðiskor. Umræður um markaðs- og sölutengt verkfræðinám samhliða hinu
hefðbundna námi hafa átt sér stað í samhengi við miklar umræður um stærðfræðinámið og
hið mikla fráfall nemenda, sem á sér stað á fyrstu misserum námsins. Það er þó samstaða um
það, að ekki megi hvika frá hinni vísindalegu undirstöðu hins hefðbundna verkfræðináms,
þótt eðlilegt sé að bjóða upp á aðra valkosti eða aðrar námsleiðir. Það háir deildinni rnjög
hversu nemendur eru fáir, einkum með tilliti til valnámskeiða. Því hafa vaknað upp