Árbók VFÍ - 01.01.1995, Qupperneq 170
168 ÁrbókVFÍ 1993/94
spurningar um það hvort ekki sé eðlilegt að sameina eða samræma allt tækninám á íslandi í
einni stofnun.
Verkfræðingafélagið hefur samþykkt nýja menntastefnu, sem felur í sér, að minnst 150
eininga verkfræðinám eða full meistaragráða skuli vera á bak við verkfræðingsheitið. Hlýtur
verkfræðideildin að taka mið af henni við mótun framtíðarstefnu sinnar. Deildin býr við mjög
þröngan fjárhag eins og reyndar háskólinn í heild sinni og er í rauninni komin í sjálfheldu
hvað varðar daglegan rekstur og kennslu. Hún getur vart lengur, miðað við óbreytt ástand,
sinnt því meginhlutverki að skila velmenntuðum verkfræðingum til starfa á íslandi, sem eru
samkeppnisfærir við starfsbræður sína í helstu viðskipta- og nágrannalöndum okkar. Því er
horft með athygli á þær tillögur VFI, sem miða að því að sameina allt verkfræði- og tækni-
nám í einum sjálfstæðum tækniháskóla á íslandi.
9.1.2 Verkfræðistofnun
Starfssemi Verkfræðistofnunar Háskóla Islands skiptist í eftirtalda meginþætti: a) undirstöðu-
rannsóknir, b) samningsbundnar þjónusturannsóknir og c) rannsóknir og uppbyggingu að-
stöðu í tengslum við kennslu í verkfræði. Helstu rannsóknarsvið eru eftirtalin: atlfræði, kerf-
isverkfræði, upplýsinga- og merkjafræði, varma- og straumfræði og vatnaverkfræði. Við stofn-
unina starfa kennarar verkfræðideildar og sérfræðingar að ýmsum verkefnum. Enn frernur
hafa verkfræðistúdentar unnið þar að sérverkefnum, lokaverkefnum í verkfræði og meistara-
prófsverkefnum.
Aflfræði: Rannsóknir á sviði aflfræði fara fram á Aflfræðistofu. Fjallað er um fræðilega afl-
fræði og tilraunaaflfræði fastra og fljótandi efna, hér með talin líkindaaflfræði og töluleg afl-
fræðigreining. Einnig aflfræðileg viðfangsefni á sviði byggingar- og vélaverkfræði sem og
skyldra greina. Megináhersla er lögð á rannsóknir á sviði jarðskjálfta-, vind- og hafverkfræði,
sveiflueiginleika jarðefna, sveiflu- og burðarþolsfræði flókinna virkja, þar með talin tölvu-
studd hönnun.
Kerfisverkfræði: Rannsóknir á sviði kerfisverkfræði fara fram á Kerfisverkfræðistofu.
Fjallað er um stjórn-, stýri- og samskiptatækni ásamt leiðsögu- og staðsetningartækni, gagna-
samskiptum, gagnaúrvinnslu og mælitækni. Áhersla hefur verið lögð á þróun tölvuvæddra
kerfa til flugumferðarstjórnar og eftirlits með fiskiskipum, bifreiðum og í flugi, og beitingu
tölvueftirlíkingar og líkansauðkenningar til að herma eftir hegðun ýmissa kvikra kerfa,
einkum á sviði varmaorkukerfa, raforkukerfa, málmbræðsluofna og flugumferðar. Þá er
unnið að fræðilegum rannsóknum á aðferðum við val á diffrandi stuðlum impúlssvörunar,
afkúplaðar bestunarstýringar, nálgunarhættu flugvéla og almennt við hönnun og greiningu
sjálfvirkra stýrikerfa og beitingu þeirra, t.d. til stýringa málmbræðsluofna og varmaorkukerfa.
Enn fremur er unnið að nýtingu nýrra örtölva, aðferðum við háhraðasamskipti og aðferðum
við að blanda saman mælingum frá mismunandi skynjurum með Kalman síun og öðmm mats-
aðferðum.
Upplýsinga- og merkjafræði: Rannsóknir á sviði upplýsinga- og merkjafræði fara fram á
Upplýsinga- og merkjafræðistofu. Unnið er að sérhæfðri merkjafræðilegri úrvinnslu mæli-
gagna, fjölrásaskráningu, síun og þreytingu merkja á tölvutækt form, þróun forrita til merkja-
greiningar og frekari tölfræðilegrar úrvinnslu, m.a. við rannsóknir í lífverkfræði og lífeðlis-
fræði, svo og íssjármælingar, vindmælingar og sveiflumælingar. Sérhæfð tölvutækni, tölvu-