Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 171
Tækniannáll 1993/94 169
verkfræði, upplýsingatækni, gervigreind, tauganet. Fjarkönnunarrannsóknir, m.a. á gróður-
eyðingu og uppgræðslu, myndmerkjafræði fyrir fiskvinnslu, upplýsingafræði, tölvuvædd
upplýsingakerfi o.fl.
Varma- og straumfræði: Helstu rannsóknir sem unnar hafa verið eru á sviði hitaveitna,
vinnslu sjávarfangs, streymi lofts og lofttegunda og hönnunar veiðarfæra.
Vatnafræði: Rannsóknarsvið eru straumfræði, bæði fræðileg og reiknileg, ásamt tilrauna-
straumfræði, vatnafræði, haftækni, umhverfisverkfræði og fráveitutækni.
Aðrar rannsóknir sem unnið er að innan Verkfræðistofnunar HI eru m.a. á sviði sveiflu-
fræði, burðarþolsfræði, kerfisbundinnar hönnunar og hermunar og ljóstækni.
9.2 Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins
Starfsemi Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins árið 1993 má flokka í þrennt. Við
rannsóknir starfa 30% starfsmanna, við þjónustu 43% og við ráðgjöf 27%.
Alls var unnið að rúmlega 20 rannsóknarverkefnum á hinum ýmsu deildum. Mesta athygli
hefur verkefnið Hástyrkleikasteypa í hafnarmannvirki vakið. Árangur í því verkefni varð
umfram vonir og hefur notkun hástyrkleikasteypu aukist í kjölfarið, t.d. í brúargerð. Gerð var
fræðslumynd um efnið, sem sýnd var í þættinum Nýjasta tækni og vísindi. Þrjú all stór
verkefni tengd viðhaldi hófust fyrri hluta árs 1994. Þessi verkefni eru um ástand húsa -
viðhaldsþörf, loftræstar útveggjaklæðningar og múreinangrunarkerfi.
Þjónusturannsóknir eru m.a. fólgnar í prófunum á efnum og byggingarhlutum og voru þær
um 1.400 talsins árið 1993. Útgáfustarfsemi flokkast undir ráðgjöf. Árið 1993 komu út 2 sér-
rit, 4 Rb tækniblöð og 13 rannsóknarskýrslur. Meðal annars voru gefnar út þrjár möppur með
verklýsingum varðandi viðgerðir og viðhald á sviðunum múrverk-steinsteypa, tréverk og
málning-inndreyping. Verklýsingarnar er einnig unnt að fá á disklingum. Verklýsingarnar
voru unnar í náinni samvinnu við Línuhönnun hf. og aðrar verkfræðistofur sem stunda
ráðgjöf á sviðinu.
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var ein af fimm stofnunum, sem valin var til
tilraunar um samningsstjórnun. í því felst að á grundvelli samnings við iðnaðarráðuneytið fær
stofnunin fjárveitingu til þriggja ára, 1995-1997, og sjálfræði í innri málum.
Mynd 21 Þróim rekstrarstœrða við Rb frú 1986. Heimild Rarmsóknarstofnun byggingariðnaðarins.