Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 173
Tækniannáll 1993/94 171
íslensks atvinnulífs. Iðntæknistofnun íslands hefur á 15 árum vaxið í urn 75 starfsmenn og
33% af veltu kemur úr ríkissjóði.
Starfsemin: Til að mæta erfiðu atvinnuástandi árið 1993 lagði Iðntæknistofnun kapp á að
örva nýja vaxtarsprota atvinnulífsins og stuðla að þróun þeirra atvinnugreina sem fyrir eru í
landinu.
Umfangsmestu rannsóknar- og þróunarverkefni Iðntæknistofnunar á árinu 1993 voru á
sviði efnistækni, líftækni og matvælaiðnaðar. Mikill vöxtur varð í fræðslumálum sem stofn-
unin stendur fyrir og sóttu um 1.300 manns námskeið hennar.
Öðru átaksverkefni í vöruþróun, á vegum Iðntæknistofnunar og Iðnlánasjóðs, iauk árið
1993. Þátttakendur í verkefninu voru 10 fyrirtæki sem unnu að þróun framleiðsluvara, allt þar
til þær voru tilbúnar til markaðssetningar. Ákveðið var að ráðast í þriðja sambærilega
verkefnið, Vöruþróun ‘94. Iðntæknistofnun færði út kvíarnar á árinu 1993 með því að ráða
starfsmann með aðsetur á Akureyri.
Hægt er í grófum dráttum að skipta starfsemi Iðntæknistofnunar íslands í eftirfarandi þætti:
Hagnýtar rannsóknir: Ymsar þekktar íslenskar framleiðsluvörur hafa verið þróaðar í sam-
starfi við Iðntæknistofnun. Með ráðgjafarstarfi er stuðlað að auknum vöru- og framleiðslu-
gæðum hjá framleiðendum ásamt hagræðingu í rekstri og betri stjórnun.
Þjónusta við matvælaiðnað: Margar af þeim matvælategundum sem framleiddar eru hér á
landi hafa verið þróaðar í samstarfi við sérfræðinga Iðntæknistofnunar. Nýir möguleikar eru
athugaðir í samstarfi með erlendum matvælafyrirtækjum og rannsóknaraðilum. Með því móti
fæst reynsla sem síðan er hagnýtt í íslenskum matvælafyrirtækjum.
Notkun lífefna í framleiðslu: Notkun lífvera á sviði framleiðslu og þjónustu er ný tækni sem
vaxið hefur á undanförnum árum vegna þess hve ódýr hún er og umhverfisvæn. Sem dæmi
um verkefni á þessu sviði má nefna vinnslu á heilsuvörum, nýtingu íslenskra jurta til fram-
leiðslu á hollustuvörum og efnavinnslu úr lýsi. Mest áhersla hefur verið lögð á rannsóknir og
þróunarstarf tengt hitakærum ensímum sem unnin eru úr hveraörverum. Ensímin nýtast
meðal annars í matvælaiðnaði, við framleiðslu á þvottaefnum og í pappírsiðnaði. Þessi starf-
semi Iðntæknistofnunar er talin standa mjög framarlega á heimsmælikvarða.
Meðferð málma, plasts og annarra efna: Iðntæknistofnun veitir þjónustu um meðferð
málma, plastefna, keramiks, steinefna og samsetningu þessara efna. Efnistæknirannsóknir á
málmum hafa leitt til mikillar þekkingar á eiginleikum þeirra við mismunandi aðstæður.
Haldin eru námskeið til að þjálfa starfsfólk í málmiðnaði og gefin út hæfnisvottorð, t.d. suðu-
vottorð. Iðntæknistofnun annast óháðar greiningar á málmhlutum.
Umhverfistækni: Hertar reglur um meðferð spilliefna og sorps hafa leitt til aukins rekstrar-
kostnaðar fyrirtækja. Iðntæknistofnun hefur sérhæft sig á þessu sviði og veitir fyrirtækjum
ráðgjöf við úrlausnir og kostnaðarlækkandi aðgerðir. Gerðar eru unrhverfisúttektir sem fela í
sér skipulega skoðun á öllu framleiðsluferli með tilliti til umhverfismála. Efnarannsóknir fara
fram á rannsóknarstofu Iðntæknistofnunar sem er með fullkominni aðstöðu til efnagreininga.
Tækni og rekstur fyrirtækja: Sérfræðingar Iðntæknistofnunar hafa reynslu í ráðgjöf á
ýmsum sviðum tækni og rekstrar. Fyrirtæki og einstaklingar sem vinna að nýsköpunar-
hugmyndum geta fengið mikilvæga aðstoð.
Endurmenntun og starfsfræðsla: Iðntæknistofnun býður upp á nám bæði fyrir faglærða og
ófaglærða starfsmenn fyrirtækja og stofnana. Sömuleiðis stendur hún fyrir ýmsum starfs-
tengdum námskeiðum eins og verkstjórn og gæðanámi.
Staðlaráð íslands: Iðntæknistofnun annast rekstur skrifstofu Staðlaráðs íslands, bæði sölu-,
upplýsinga og stöðlunarþjónustu.