Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 184
3-2
Póstur og sími
1 GSM-farsímakerfið
1.1 Forsaga og staða nú
Hið nýja farsímakerfi, sem Póst-og símamálastofnunin tók formlega í notkun 16. ágúst 1994
og kennt er við GSM (Global System for Mobile communica-
tions) er árangur samvinnu sem hófst 1982 að frumkvæði CEPT,
Sambandi evrópskra póst- og símastjórna, með því að stofnaður
var vinnuhópur (Groupe Special Mobile - GSM).
Var þar um að ræða fulltrúa aðila frá 11 Evrópulöndum.
Evrópubandalagið, sem nú er Evrópusambandið, hefur einnig stutt
þetta starf ötullega, enda talið að samræmt farsímakerfi væri ein af forsendunum fyrir
áframhaldandi þróun Evrópusamstarfsins.
Arið 1987 skrifuðu rekstraraðilar frá 13 Evrópulöndum undir viljayfirlýsingu (Memor-
andum of Understanding - MoU), þar sem gengist var undir að fara samkvæmt GSM-staðli
og kveðið á um uppbyggingu GSM-farsímakerfa í löndunum, meðal annars það að hefja
þjónustu 1. júlí 1991 í helstu borgum og flughöfnum.
Póstur og sími gerðist aðili að GSM-MoU 1993, en þar eru nú fulltrúar rúmlega 100 þátt-
takenda frá meira en 60 löndum í flestum heimshlutum. Samvinnan um GSM er því orðin
miklu víðtækari en var í upphafi, þegar aðeins var um að ræða Evrópuríki. Heildarfjöldi
GSM farsíma mun nú vera meira en 4 milljónir, þar af enn langflestir í Evrópu. Að undan-
gengnu útboði á fyrsta áfanga GSM-kerfis Pósts og síma með þátttöku fyrirtækjanna Nokia,
Ericsson, Motorola og Siemens var ákveðið að taka lægsta tilboðinu, sem var frá Ericsson.
Rekstur kerfisins hófst eins og áður sagði 16. ágúst 1994. í fyrsta áfanga voru radíóstöðvar
á 14 stöðum á höfuðborgarsvæðinu frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar, Reykjanesbraut til
Keflavíkur, svo og á Akureyri, og nemur fjárfestingin nær 300 milljónum króna.
1.2 GSM - kortið
Meðal þess sem er ólíkt með GSM-farsímakerfinu og eldri kerfum er að notkun farsíma og
áskrift að kerfinu byggist á sérstökum kortum, GSM-kortum, sem líkjast greiðslukortum.
Kortin, sem einnig eru kölluð SIM-kort (Subscriber Identity Module) eru að ýmsu leyti full-
komnari en venjuleg greiðslukort. I þessum kortum -greindarkortum- er falin örtölva, með
forriti og minni. Hvorki forritið né upplýsingar sem eru í minni tölvunnar er hægt að lesa
með neinni aðferð sem kunnugt er um, enda eru þarna faldar leynilegar upplýsingar um
áskrift notandans, svo sem reikniaðferðir og leyninúmer. Engin tvö kort eru eins.