Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 187
Póstur og sími 185
senda slík boð frá farsíma án ytri tölvubúnaðar, og má í framtíðinni búast við GSM-
farsímum með auknu lyklaborði, eða sambyggingu farsíma og tölvu. Hægt verður að
taka við skammskilaboðum í GSM farsíma, jafnvel þótt verið sé að tala í farsímann, en
skilaboðin munu birtast á skjá farsímans. Sé ekki kveikt á GSM-farsíma þegar reynt er
að senda skammskilaboð til hans mun miðstöð Pósts og síma geyma skilaboðin, þar til
kveikt er á farsímanum. Skilaboðin birtast þá strax á skjánum. Áhugavert er að tengja
saman talhólf og skammskilaboð, til dæmis með því að nota skammskilaboðaþjónustuna
til þess að tilkynna á sjálfvirkan hátt til GSM-farsíma að það hafi borist töluð skilaboð í
talhólf sem tengist honum. Áætla má að Póstur og sími geti boðið slíka þjónustu eigi
síðaren 1996.
- Svæðisbundið útvarp (Cell Broadcast) er önnur þjónusta, sem boðin verður seinna. Þar
er unr að ræða það, að send eru skilaboð til allra GSM-farsíma á tiltölulega afmörkuðu
svæði. Ekki er ætlast til svara, heldur gætu slík boð t.d. verið tilkynning um færð, ástand
vega o.s.frv.
- Meðal annarra þjónustu- eða sérþjónustutegunda sem hægt verður að veita í framtíðinni
eru símafundir, upplýsing um númer þess sem hringir, upplýsing um númer sem hring-
ing flyst til, upplýsing um símtalsgjald og fleira. Aðrar endurbætur í hugbúnaði kerfisins
munu skila sér í auknurn gæðum, betri þjónustu.
1.5 Áætlanir Pósts og síma
Póstur og sími áætlar að á árinu 1995 verði hægt að nota GSM-farsíma innanhúss og utan
víðast hvar á þéttbýlisstöðum þar sem eru 500 íbúar eða fleiri.
Á árinu 1996 er áætlað að samband verði á flestum þéttbýlisstöðum þar sem eru 200 íbúar
eða fleiri og að santband á vegum verði einnig aukið. Allt er þetta þó háð fjárfestingarheimild-
um svo og undirtektum notenda.
Uppfærsla á hugbúnaði GSM-kerfis Pósts og síma mun verða að mestu leyti í samræmi
við þróun erlendis. Áætla má að þegar upp er staðið verði heildarfjárfesting Pósts og síma í
kerfinu meira en 1 milljarður króna.
1.6 Tenging GSM-kerfa við önnur farsímakerfi
Mikil hönnunar- og undirbúningsvinna hefur verið lögð í þann þátt GSM-kerfisins, sem snýr
að samtengingu GSM-kerfa og stöðlun upplýsingaflæðis um notendur og þjónustur. Þetta
hefur m.a. orðið til þess að einn af þeim mörgu aðilum sem eru með áætlanir um farsímakerfi
sem tengjast gervihnöttum (Iridium) hefur ákveðið að nota GSM-staðalinn fyrir miðstöð þess
kerfis. Þetta getur orðið til þess að GSM-notendur geti notað GSM-kort sín í gervihnatta-
farsíma framtíðarinnar, á svæðum þar sem ekki er samband við venjubundin GSM-kerfi.
Búast má við að í framtíðinni verði fáanlegir sambyggðir farsímar, t.d. GSM-Iridium. Notkun
þeirra byggðist á að því að fyrst yrði reynt sjálfkrafa að ná sambandi um jarðbundið GSM-
kerfi, en tækist það ekki þá um gervihnattakerfi, þar sem gjöld verða óhjákvæmilega hærri.
Önnur samtenging farsímakerfa er einnig líkleg, til dæmis samtenging núverandi GSM-
kerfa sem flest eru á 900-MHz tíðnisviðinu við jarðbundin kerfi sem grundvallast á GSM-
staðli að öðru leyti en því að aðrar tíðnir eru notaðar, t.d. 1800 eða 1900 MHz. Búast má við
að með tímanum birtist fleiri og fleiri kerfi sem nota þessar hærri tíðnir, annað hvort vegna
þess að með þeim má anna fleiri notendum eða vegna þess að ekki er hægt að nota hið