Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 211
ístak 209
húsið á margan hátt óvenjulegt mannvirki. Óhætt er að fullyrða að bygging Ráðhússins hefur
skilið eftir sig skýr spor í byggingarsögunni. Þetta á bæði við um form og tækni. Unnt er að
benda á ýmis hús byggð síðar þar sem skyldleiki við Ráðhúsið virðist augljós.
2 Grundartangi - skrifstofubygging
Tveggja hæða hús úr forsteyptum einingum. Heildarflatarmál 2.000 m2. Húsið skiptist í fjórar
einingar: skrifstofur, rannsóknarstofur, mötuneyti og íbúðir starfsmanna, allt fullfrágengið.
Húsið byggt í alverktöku.
Verktími: Apríl '88 - febrúar '90. 157 m.kr. Verkkaupi: íslenska járnblendifélagið hf.
Þegar Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga var reist á seinni hluta áttunda áratugarins,
var skrifstofum og mötuneyti fyrirtækisins komið fyrir í sömu húsakynnum og höfðu verið
notuð á byggingartíma, en aldrei ætluð sem framtíðarhúsnæði. Gert var ráð fyrir að í stað
þessara bráðabirgðahúsa yrði byggt varanlegt hús og tekið í notkun innan 10 ára. Þetta var
gert með því húsi, sem hér er lýst.
3 Blanda - virkjanaframkvæmdir 150 MW
Gilsárstífla, inntaksmannvirki og skurðir. Innri frágangur á stöðvarhúsi. Jarðvegsflutningur:
1.100.000 m3. Fylling: 1.100.000 m3. Steypumagn: 8.000 m3. Steypuframleiðsla fyrir aðra
verktaka 12.600 m3. Öll vinna unnin af samsteypunni Fossvirki þar sem ÍSTAK var for-
svarsaðili.
Verktími: Apríl '89 - október '91. 1.523 m.kr. Verkkaupi: Landsvirkjun.
Blönduvirkjun er fyrsta stóra virkjunin á hálendi, byggð utan Þjórsársvæðisins. Þegar
ÍSTAK hf. var stofnað, árið 1970, var það gert í framhaldi af byggingu Búrfellsvirkjunar en
hún var að ýmsu leyti brautryðjendaverk og reynsluskóli, sem önnur svipuð verk hafa síðar
notið góðs af.
4 ísal - gryfja fyrir sísteypuvél
Gröftur niður á dýpi - 8 m og þar komið fyrir steyptu keri (250 m3 steypa). Þaðan var borað
niður á dýpi - 16 m og innsteypt rör í borholuna, þvermál 1.070 mm.
Verktími: September '89 - janúar '90. 48 m.kr. Verkkaupi: ÍSAL.
Um þetta óvenjulega verk var sérstaklega fjallað í árbók VFI 1989/90.
5 Lækjargata 4
Fimm hæða verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhús, 2.100 m2, auk 400 m2 bílakjallara. Alverktaka.
Verktími: 1990-1993. 250 m.kr. Verkkaupi: Hið íslenska bókmenntafélag.
Arkitektar: Arkitektastofan hf. O.Ö.
Sérstök áhersla var lögð á vandaða hönnun þessa nýja húss í gamla Miðbænum, þannig að
það félli vel að umhverfí sínu.
6 Hvaleyrarskóli
Bygging á barnaskóla úr forsteyptum einingum. Byggt í alverktöku.
Verktími: Janúar '90 - ágúst '90, mars '91 - ágúst '91. 94 m.kr. Verkkaupi.: Hafnarfjarðarbær.
Á seinni árum hafa bæir og sveitarfélög í nokkrum mæli tekið upp þá aðferð við ákveðnar
framkvæmdir að bjóða verkin út á grundvelli forsagnar um stærð og nýtingu í stað þess að