Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 216
214 Árbók VFÍ 1993/94
Við hönnun hinnar nýju Elliðaárbrúar, sem er rétt neðan Elliðavatns hefur sérstök áhersla
verið lögð á útlitsþætti og aðlögun að umhverfinu.
19 Ártúnsskóli íþróttahús
íþróttahús úr forsteyptum einingum. Heildarflatarmál 500 m2. Húsið byggt í alverktöku.
Verktími: Mars '93 - september '93. 46 m.kr. Verkkaupi: Reykjavíkurborg.
Fyrir nokkrum árum reisti ÍSTAK byggingu fyrir nýjan grunnskóla í Ártúnshverfi í
Reykjavík, en byggingin hafði verið boðin út sem alverk, þ.e.a.s. á grundvelli lýsingar á starf-
semi og rýmisþörf. Þessi bygging mun vera með þeim fyrstu, sem Reykjavíkurborg býður út
með þessum hætti. Um íþróttahúsið var samið síðar, en með svipuðu sniði og um skólann.
20 Grafarvogskirkja
Uppsteypa á veggjum. Steypumagn 740 m’, uppsetning á límtrésburðarvirki í þaki. Fokhelt
hús. Frágangur á safnaðarheimili á jarðhæð.
Verktími: Apríl '93 - maí '94. 100 m.kr. Verkkaupi: Sóknarnefnd Grafarvogs.
Margar kirkjur hafa verið byggðar síðustu ár, en aðrar eru í byggingu. Ein þeirra er Grafar-
vogskirkja. Hún verður meðal stærstu og fegurstu kirkna landsins.
21 Hofsstaðaskóli
Steinsteypt skólahús, fullbúið. Heildarflatarmál: 3.944 m2.
Verktími: Júní '93 - ágúst '94. 190 m.kr. Verkkaupi: Bæjarsjóður Garðabæjar.
Hofsstaðaskóli var byggður að undangengnu heildarútboði, sem fór fram eftir að hönnun
var lokið. Hönnun var unnin á vegum verkkaupa. Um er að ræða grunnskóla, sem stefnt er að
því að verði í fullri „tveggja heildstæðna“ stærð, þegar bætt hefur verið nokkrum kennslustof-
um við núverandi byggingu. Hús og allur búnaður er sérlega vandaður.
22 Þorragata
5 hæða íbúðablokk, staðsteypt, 38 íbúðir. Heildarflatarmál 6.048 m2. Húsið byggt í alverk-
töku.
Verktími: Júní '93 - des. '94. 350 m.kr. Verkkaupi: Skildinganes.
Þessi íbúðablokk er byggð að frumkvæði Bandalags háskólamanna og ætluð eldri borgur-
um. Ibúðir eru stórar. Húsið er einangrað að utan og klætt áli.
23 Ásbraut
Eftirspennt brú á Reykjanesbraut yfir Ásbraut. Heildarlengd 18 m. Steinsteypa 640 m3. Steypu-
styrktarstál 75 tonn. Eftirspennustál 8 tonn.
Verktími: Júlí '93 - október '93. 26 m.kr. Verkkaupi: Vegagerðin.
ISTAK hf. vann alla steypuvinnu við brú yfir Ásbraut sem undirverktaki hjá JVJ hf.
24 Mjólkursamsalan
Uppsteypa á húsi fyrir ísgerð, fokhelt hús. Heildarflatarmál 1.000 m2.
Verktími: Júlí '93 - október '93. 30 m.kr. Verkkaupi: Mjólkursamsalan.
Hér er um að ræða verksmiðjubyggingu fyrir ísgerð Mjólkursamsölunnar ásamt frysti-
geymslu.