Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 226
224 Árbók VFÍ 1993/94
Mynd 2 Rimaskóli. Framkvœmdir við 1. áfanga hófust 1993 og
lauk haustið 1994.
Mynd 3 Húsaskóli, íþróttahús. Húsið var tekið í notkun 1992 og
var aðstaða íþróttafélagsins Fjölnis fullfrágengin á árinu 1993.
uð vorið 1994. Á árinu var
lokið við frágang húss að
utan. Unnið var við flísalögn
bæði úti og inni og hin ýmsu
lagnakerfi. Laugardalur - aðal-
leikvangur (31,0 Mkr). Lokið
við endurgerð frjálsíþrótta-
aðstöðu.Golfvöllur, Korpúlfs-
stöðum (15,9 Mkr). Unnið að
mótun brauta á átján holu
golfvelli.
1.4 Heilbrigðismál
Mestu fé var varið til nýfram-
kvæmda við Borgarspítala (21,7
Mkr).
1.5 Dagvistarheimili
Leikskóli - Selási (52,1 Mkr)
var tekinn í notkun um ára-
mótin 93/94. Leikskóli-Reyr-
engi (40,2 Mkr) tekinn í notk-
un í ársbyrjun 1994. Sæ-
borg, leikskóli við Starhaga
(47,2 Mkr) var tekinn í notk-
un í sep. 1993. Njálsborg
(26,9 Mkr). Kostnaður er
vegna byggingar tengihúss
milli Njálsgötu 9 og 11 og
standsetningu á húsi og lóð
nr. 11. Tekið í notkun í sept.
1993. Leikgarður, leikskóli í
Háskólahverfí (28,2 Mkr) var
tekinn í notkun í maí 1993.
Leikskóli við Gullinbrú (19,1
Mkr), kostnaður vegna hönn-
unar og uppsteypu.
1.6 Stofnanir fyrir aldraða
Lindargata, íbúðir aldraðra (228,6 Mkr). Bílageymslan var afhent um miðjan október og flutt
var inn í fyrstu íbúðina 5. nóvember. Áætlað er að afhenda síðustu íbúðina í janúar 1994.
Þjónustumiðstöðin og dagvistin verða teknar í notkun í mars 1994. Eir, hjúkrunarheimili
(83,8 Mkr), framlag borgarinnar skv. samningi við sjálfseignarstofnunina Eir. Þjónustumið-
stöð, Suðurmjódd (82,2 Mkr), uppsteypa, lagnir, múrverk, útifrágangur og lóðarvinna.
Þjónustumiðstöð Aflagranda (15,1 Mkr), kostnaður vegna hönnunar og uppsteypu á
bílageymslu.