Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 229
Reykjavíkurborg 227
5 Sumarvinna unglinga
Eins og undanfarin ár sá Skógræktarfélag Reykjavíkur um sumarvinnu skólafólks við skóg-
ræktarframkvæmdir og nokkur önnur verkefni á útivistarsvæðum. Alls komu um 1.000 ung-
menni til starfa. Gróðursettar voru yfir sjöhundruðþúsund plöntur. Auk hefðbundinna
verkefna skólafólks sá Skógræktarfélagið um nokkur verkefni um 70 manna, sem ráðnir voru
af atvinnuleysisskrá.
6 Vélamiðstöð
Framkvæmdafé Vélamiðstöðvar fer nálega allt í kaup á nýjum bílum og vinnuvélum.
7 Rafmagnsveita Reykjavíkur
Til almennra hverfisveituframkvæmda var varið 395,4 Mkr. Þær framkvæmdir tengjast að
mestu nýbyggingarhverfunum í sveitarfélögum á orkuveitusvæði Rafmagnsveitunnar. Mest
var framkvæmt í Reykjavík og Kópavogi.
8 Vatnsveita Reykjavíkur
8.1 Nýframkvæmdir
Nýframkvæmdir í Heiðmörk og áframhaldandi lögn aðalæðar II ásamt lokahúsum frá
Reynisvatnsheiði yfir á Grafarholt og þaðan að Höfðabakka, voru meginhluti nýframkvæmda.
Helstu verkþættir á virkjunarsvæðum auk lagnar aðalæðar II og byggingar lokahúsa, voru
dælustöð í Gvendarbrunnahúsi (booster), frágangur borholna og bygginga á vatnsvinnslu-
svæði í Vatnsendakrika, fjarmælingar ásamt snyrtingu lands og ræktunar, alls 224 Mkr.
Nýjar stofnæðar og lokahús tengd þeim (7 Mkr), nýlagnir í dreifikerfi (17 Mkr), dælustöðvar,
varaafl o.fl. og nýir brunahanar (3,3 Mkr).
8.2 Endurnýjun
Endurnýjaðar voru stofnæðar, dreifiæðar, brunahanar og heimæðar fyrir 107 Mkr.
9 Hitaveita Reykjavíkur
9.1 Varmaöflun og miölun
Unnið var að undirbúningi síðari lotu annars áfanga virkjunar á Nesjavöllum (50 MW), sem
áformað er að gangsetja 1995 (43,5 Mkr). Lagt slitlag á veg yfir Mosfellsheiði og sett upp
lýsing við heimreið virkjunarinnar að hluta (132,2 Mkr).
9.2 Aðalæðar
Unnið við Suðuræð (62,2 Mkr)
9.3 Dreifikerfi
í heimæðar og tengingar var varið 73,2 Mkr, dreifikerfi í Reykjavík 45,8 Mkr, Kópavogi 48,9
Mkr, Garðabæ 0,6 Mkr og Hafnarfirði 13,7 Mkr.
9.4 Húseignir
Byggingu dælustöðvar við Víkurveg lauk (15,6 Mkr). Til Perlunnar var varið 16,4 Mkr.