Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 236
234 Árbók VFÍ 1993/94
gufuvirkjana. Hugtök eins og orkugeta, sem er tiltölulega vel skilgreint hugtak fyrir vatns-
aflsstöðvar, má skilgreina á margan hátt fyrir jarðvarmastöðvar. Það er hins vegar nauðsyn-
legt að velja skilgreininguna þannig að samanburður á hagkvæmni jarðgufuvirkjana og
vatnsaflsvirkjana leiði til þess að langtímakostnaður við raforkukerfi landsins verði í lágmarki.
í þessari grein er raforkuframleiðsla úr jarðhita til umfjöllunar. Eingöngu er gert ráð fyrir
raforkuframleiðslu í eimsvalavélum. Hér er því ekki fjallað um raforkuvinnslu með tvívökva
(binary) kerfum né fjallað um samnýtingu jarðhita t.d. til raforkuvinnslu og iðnaðarnota. Sýnt
er fram á að jarðhitinn er mjög álitiegur kostur til raforkuvinnslu, og að framleiðslukostnaður
raforku frá jarðgufuvirkjunum er mjög sambærilegur við hagkvæma virkjunarkosti í
vatnsorku. Það má því búast við að næstu virkjanir á íslandi skiptist á milli jarðgufustöðva og
vatnsaflsstöðva. Hvert það hlutfall verður ræðst að mestu af þróun raforkumarkaðarins.
Fjallað er um samanburð á jarðvarmavirkjunum og vatnsaflsstöðvum og mismunandi kenni-
stærðir þessara virkjanagerða teknar til athugunar.
2 Innlendar orkulindir
Mikilvægustu orkulindir okkar íslendinga eru jarðhiti og vatnsorka. Aðrar orkulindir svo sem
vindur, mór og surtarbrandur skipta litlu máli í því þjóðfélagi sem við búum við núna. Miðað
við höfðatölu landsmanna eru íslendingar tiltölulega vel settir með innlenda orku. Hins vegar
vega íslenskar orkulindir ekki mikið á alþjóðlegum orkumarkaði. Áætluð stærð íslenskra
orkulinda og nýting þeirra er gefin í töflu 1 (Jakob Björnsson 1991).
Yfirlitið í töflu 1 sýnir nokkrar athyglisverðar staðreyndir. Fyrst ber að nefna að orkulega
séð er jarðhitinn talinn vera tveim stærðargráðum stærri orkulind en vatnsorkan í landinu.
Meginhluti jarðhitans verður,
með núverandi tækni, aðeins
nýttur sem varmaorka. Hins veg-
ar er sá hluti jarðhitans, sem
nýta má til raforkuvinnslu, tal-
inn vera stærri en öll vatnsorka
landsins. I öðru Iagi er rétt að
benda á að jarðhitanýtingin í
*) Miðað við nýtingu í 100 ár. landinu er um tvisvar sinnum
Tafla 1 Stœrð íslenskra orkulinda og nýting þeirra. meiri en nýting vatnsorku. Það
er því allrar athygli vert að í jarðhitalandinu Islandi, þar sem státað er af því að notkun jarðhita
sé hlutfallslega meiri en í öðrum löndum, skuli ekki nema um 4-5% raforkuvinnslunar koma
frá jarðhita. Þó svo að jarðhitinn sé nýttur mun meira en vatnsorkan og skipi sér þannig sem
mikilvægasta orkulind Iandsmanna, hefur jarðhitinn haft lítil áhrif á raforkuvinnsluna í land-
inu.
Hugtakið „ódýr“ raforka í töflu 1 er ekki mjög vel skilgreint, en í stórum dráttum er hér átt
við næstu virkjunarkosti, þar sem orkuverð er talið nægjanlega lágt til þess að vera áhugavert
fyrir raforkufrekan iðnað. Þátturinn „ódýr“ raforka er talinn vera af sambærilegri stærð fyrir
vatnsorku og jarðhita.
Þróun íslenska raforkuiðnaðarins hefur verið mjög ör á síðasta aldarfjórðungi. Uppsett afl
hefur fjórfaldast á þessu tímabili og raforkuvinnslan hefur meira en þrefaldast eins og sýnt er
Vatnsorka TWh/ár Jarðhiti TWh/ár
Tæknilega vinnanlegur jarðhiti 9700 *)
Tæknilega vinnanleg raforka 64 195 *)
„Ódýr“ raforka 30 20
Raforkuvinnsla árið 1992 4,3 0,2
Varmavinnsla árið 1992 0 8,9