Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 237
Jarðhiti til raforkuvinnslu 235
á mynd 1. Nú er svo komið að miðað
við höfðatölu eru það aðeins Norð-
menn og Kanadamenn sem vinna meiri
raforku en íslendingar.
Raforkuvinnslan hefur verið nokkuð
jöfn síðastliðin fimm ár (mynd 1), og
má búast við að aukningin á næstu
árum verði mun hægari en hún var á
tímabilinu 1970-1990, nema til komi
nýr markaður. Allmikil áhersla hefur
því verið lögð á að finna leiðir til að
stækka raforkumarkaðinn á íslandi, en
árangur þeirrar viðleitni er óljós, enn
sem komið er.
Helstu kennistærðir íslenska raforku-
iðnaðarins eru gefnar í töflu 2.
Það er athyglisvert að þótt „ódýri“
hluti jarðhitans til raforkuvinnslu sé af
sambærilegri stærð og „ódýri“ hluti
vatnsorkunnar, þá hefur virkjun vatns-
orku til raforkuvinnslu verið stærðar-
gráðu meiri en virkjun jarðhita til raf-
orkuvinnslu. Hver hin raunverulega ástæða er fyrir þessari þróun liggur ekki fyrir, en búast
má við að þetta hlutfall breytist með tilkomu nýrra virkjana.
Annað atriði sem kemur fram í töflu 2 er hlutfallið á milli orkuvinnslu og uppsetts afls í
raforkukerfinu. Meðalnýtingartími afls var 4370 stundir á árinu 1992. Næstu aðgerðir í
virkjunarmálum á íslandi ættu því frekar að beinast að aukningu í orkugetu raforkukerfisins
heldur en í aflaukningu.
Afl íárslok 1992 MW % Orkuvinnsla 1992 GWh %
Vatnsorka 874,5 84,2 4305,7 94,8
Jarðhiti 44,8 4,3 229,8 5,1
Olía 119,7 11,5 5,0 0,1
Samtals 1039,0 100,0 4540,5 100,0
Tafla 2 Raforkuvinnsla á íslandi.
3 Stofnkostnaður starfandi virkjana
Framleiðslukostnaður raforku bæði frá vatnsorkuverum og jarðvarmaverum ræðst að mestu
leyti af stofnkostnaði virkjananna. í báðum tilvikum er fjármagnskostnaður stærsti hluti
raforkuverðsins og „eldsneytiskostnaður“ er enginn. Rekstrarkostnaður er hlutfallslega hærri
fyrir jarðgufuvirkjanir heldur en fyrir vatnsaflsvirkjanir, ef miðað er við hlutfall af stofn-
kostnaði virkjunar. í áætlun um Bjarnarflagsvirkjun var gerð sérstök athugun á rekstrarkostn-
Mynd 1 Raforkuvinnsla á íslandi 1970-1992.