Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 238
236 Árbók VFÍ 1993/94
aði fyrir þá virkjun. Þar reiknast árlegur rekstrarkostnaður virkjunar 1,1% af stofnkostnaði.
Þar sem Bjarnarflagsvirkjun nýtur þess að raforkuvinnsla er fyrir á svæðinu (í Kröflu) má
búast við að almennt séð sé árlegur rekstrarkostnaður jarðgufuvirkjana nokkru hærri, líklega
um 1,5% af stofnkostnaði virkjunar.
Arlegur rekstrarkostnaður vatnsaflsvirkjana er yfirleitt talinn vera um 0,7-1,0% af stofn-
kostnaði. Það er þannig munur á rekstrarkostnaði jarðgufuvirkjana og vatnsaflsvirkjana, en
munurinn skiptir ekki sköpum fyrir samanburð á orkuverði virkjananna eins og vikið verður
að síðar.
Þar sem ekki liggur fyrir hefð um hvernig er heppilegt að bera saman áætlanir um jarðgufu-
virkjanir annars vegar og áætlanir um vatnsaflsvirkjanir hins vegar, er ástæða til að byrja
samanburðinn á þeim virkjunum, sem þegar hafa verið reistar og eru nú í rekstri. Að vísu er
það galli á slíkum samanburði að flestar starfandi raforkustöðvar eru vatnsaflsstöðvar og eina
jarðhitavirkjunin sem reist hefur verið eingöngu til raforkuvinnslu er Krafla. Við virkjun
Kröflu komu fram ýmsar óvanalegar aðstæður eins og t.d. náttúruhamfarir og óheppileg
afskipti stjórnmálamanna af virkjunarframkvæmdum. Annað vandamál við samanburðinn er
skilgreining á virkjunarkostnaði Kröfluvirkjunar. Rekstur virkjunarinnar hófst árið 1978, en
ýmsar framkvæmdir voru á svæðinu eftir að virkjunin var komin í rekstur, og stöðin náði
ekki 30 MW afli fyrr en á árinu 1982. Vextir og afborganir lána voru stærsti hluti kostnaðar á
þessu tímabili, og ekki er augljóst hvort meta skuli þann kostnað sem stofnkostnað eða rekstrar-
kostnað. Krafla getur því varla talist dæmigerð jarðhitavirkjun. Hins vegar er Krafla eina
dæmið sem fyrir liggur um jarðhitavirkjun og því sjálfsagt að bera hana saman við starfandi
vatnsaflsvirkjanir.
Landsvirkjun keypti Kröfluvirkjun í byrjun árs 1986. Söluverð virkjunarinnar var 4020
miljónir króna og má ætla að það sé raunhæft nývirðismat á virkjuninni. Hér er sú leið valin
að nota söluverð virkjunarinnar sem nývirðismat virkjunarinnar. Þannig er hægt að bera
saman nývirðismat Kröfluvirkjunar við nývirðismat vatnsaflsvirkjana.
Samanburður á stofnkostnaði og orkuverði starfandi virkjana, þar sem miðað er við
nývirði virkjananna, segir lítið til um raunverulegt orkuverð frá þessum virkjunum eins og
það er nú. Einnig er rétt að hafa í huga að flestar starfandi virkjanir eru reistar við aðstæður,
sem voru mjög frábrugðnar því sem nú er. Hins vegar má ætla að hlutfallslegur munur
stofnkostnaðar og orkuverðs ætti að sýna t.d. hvort jarðgufustöðvar (Krafla) skera sig úr í
þannig samanburði.
Tafla 3 sýnir nývirði og einingarverð flestra virkjana á íslandi. Verðlag miðast við júní
1994. Nývirði vatnsaflsvirkjana er byggt á mati Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (1990),
en söluverð Kröfluvirkjunar eru úr Ríkisreikningi 1986. f töflu 3 er Krafla meðhöndluð sem
30 MW virkjun, en eins og kunnugt er þá var Krafla hönnuð og byggð að mestu leyti sem 60
MW virkjun. Þar sem orkumannvirki nýtast við margar rafstöðvar eins og til dæmis á
Þjórsár- og Tungnaársvæði, við Sog og Laxá, er gefin ein heildartala fyrir viðkomandi svæði.
Það vekur athygli í þessum verðsamanburði að spönnin í verði er allmikil eða 19-66
kr/(kWh/ár), og Krafla er ekki dýrasta virkjun, sem reist hefur verið á íslandi. Ef Krafla væri
nú rekin sem 60 MW virkjun væri orkuverð hennar svipað og orkuverð frá Þjórsárvirkjunum.
Verð á þeim smáu vatnsaflsstöðvum, sem nú eru í rekstri, virðist almennt vera nokkuð hátt.
Þegar á heildina er litið er ekki að sjá að Kröfluvirkjun skeri sig úr sem dýrari virkjun en
vatnsafl s virkj anir.