Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 239
Jarðhiti til raforkuvinnslu 237
Afl MW Orkugeta GWh/ár Kostn. Mkr Einingarv. kr/(kWh/ár)
Þjórsárvirkjanir 577,3 3290,0 63.990 19,45
Sogsvirkjanir 88,8 490,0 12.303 25,11
Laxárvirkjanir 20,5 155,0 5.580 36,00
Smyrlabjargarárvirkjun 1,34 8,3 458 55,18
Grímsárvirkjun 2,98 17,2 1.131 65,76
Lagarfossvirkjun 7,8 50,6 1.736 34,32
Litlar vatnsaflsvirkjanir 31,48 123,9 5.978 48,25
Blönduvirkjun 150,0 750,0 15.170 20,23
Kröfluvirkjun 30,0 240,0 10.097 42,07
Alls 910,2 5125,0 116.444
Vegið meðaltal 22,72
Tafla 3 Nývirði og einingarverð starfandi virkjana. Verðlag í júní 1994.
Það hefur verið til siðs að nota styttri afskriftartíma fyrir jarðgufustöðvar en fyrir vatns-
aflsstöðvar. Stafar það líklega af því að minni reynsla hefur verið fyrir hendi af rekstri
jarðgufustöðva en vatnsaflstöðva. Til „öryggis“ hefur afskriftartíminn því verið metinn styttri.
I verkhönnunaráætlun Bjarnarflagsvirkjunar (Orkustofnun og Verkfræðistofa Guðmundar og
Kristjáns hf„ 1994) hefur Landsvirkjun hins vegar óskað eftir að notaður sé sami afskriftar-
tími (40 ár) og yfirleitt er notaður fyrir vatnsaflsvirkjanir. Rök Landsvirkjunar fyrir þessu eru
þau að það liggi ekki fyrir nein rekstrarreynsla sem bendi til þess að endingartími jarðgufu-
stöðva sé styttri en endingartími vatnsaflsstöðva. Auk þess einfaldar þetta samanburð á jarð-
gufustöðvum og vatnsaflsstöðvum.
Þar sem nokkur munur er á rekstrarkostnaði jarðvarmavirkjana samanborið við vatns-
aflstöðvar, verður að nota framleiðslukostnað raforku við ákvörðun á hagkvæmustu virkjana-
röð, en ekki stofnkostnað á orkueiningu eins og oftastnær er gert þegar athugunin nær
eingöngu til vatnsaflsvirkjana.
4 Ný viðhorf til jarðhitavirkjana
Áætlanagerð um rannsóknir og undirbúning jarðgufuvirkjana til raforkuvinnslu hefur fram til
þessa tekið mjög mikið mið af aðferðafræði við rannsóknir og byggingu vatnsaflsvirkjana.
Þannig hafa jarðhitarannsóknir verið miðaðar við það að heildarvinnslugeta jarðhitasvæðis sé
þekkt áður en kemur til virkjunar á viðkomandi jarðhitasvæði og að hvert jarðhitasvæði sé
virkjað í einu eða mjög fáurn þrepum.
Árið 1982 kom út skýrsla Orkustofnunar, sem bar heitið Áætlun um skipulegar rannsóknir
á háhitasvæðum landsins (Valgarður Stefánsson o.fl. 1982). Sú áætlun var gerð í kjölfar
þingsályktunar um skipulegar rannsóknir á háhitasvæðum landsins. Þessi áætlun byggði
alfarið á aðferðafræði sem svipaði mjög mikið til þeirra aðferða sem tíðkast hafa við
vatnsorkurannsóknir. Þó svo að háhitaáætluninni frá 1982 hafi ekki verið fylgt, má segja að
rannsókn Nesjavalla hafi í stórum dráttum fylgt þeirri aðferðafræði sem dregin var upp í
skýrslunni frá 1982. Mynd 2 gefur einfaldaða rnynd af tímasetningu aðgerða við undirbúning
virkjana, eins og sú tímasetning var sett upp í háhitaáætluninni frá 1982.
1 vatnsorkurannsóknum er það eðlilegt að heildarrannsókn virkjunarstaðar fari fram áður