Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 242
240 ÁrbókVFÍ 1993/94
taka verður fyrir fleiri jarðhitasvæði eða virkjunarstaði til rannsókna, heldur en með gamla
laginu. Hins vegar gerir nýja aðferðin ráð fyrir að mun minni rannsóknir þurfi að gera áður
en ákvörðun er tekin um fyrstu 20 MW eininguna, heldur en þegar gert var ráð fyrir að full-
virkja svæðið í einu þrepi eða svo. Þar sem rannsóknarkostnaður á hverju svæði vex því
hraðar sem svæðin ná hærra rannsóknarstigi, verður heildarkostnaður við það að hafa mörg
svæði á lágu rannsóknarstigi minni en að hafa fá svæði á háu rannsóknarstigi. Nýja aðferðin
kemur þannig til með að minnka rannsóknarkostnað, en það sem skiptir þó meira máli er að
þessi aðferð dreifir fjárþörfinni á mun hagstæðari hátt en gamla aðferðin. Heildarniðurstaðan
verður einfaldlega sú að bæði rannsókna- og virkjanakostnaður verður lægri en með gömlu
aðferðinni.
Rétt er að benda á það hér að þær aðferðir sem hér eru kallaðar nýjar fjalla um allan
undirbúning og rannsóknir vegna virkjun jarðhita til raforkuvinnslu. Það atriði að reisa litlar
jarðgufuvirkjanir er í sjálfu sér ekki nýtt af nálinni og 1986 gerði Verkfræðistofa Guð-
mundar og Kristjáns hf. verkhönnun á 5 MW flytjanlegri rafstöð fyrir Landsvirkjun. Aðal
kosturinn við slíka tilhögun var þó talinn vera sá að nýta flytjanlegu rafstöðina á meðan verið
væri að undirbúa þá virkjun sem starfa ætti til frambúðar á viðkomandi jarðhitasvæði.
Svipaðar aðferðir höfðu þá verið notaðar á jarðhitasvæðinu í Los Azufres í Mexikó og reynst
þar vel. Það sem er hins vegar nýtt í málinu er að miða allan undirbúning og rannsóknir við
það að jarðhitinn verði virkjaður til frambúðar í smáum einingum og að vinnsla þessara smáu
eininga sé notuð til þess að ákvarða vinnslugetu jarðhitasvæðisins.
í fyrri greinum um þessi mál (Valgarður Stefánsson og fl., 1991; Valgarður Stefánsson,
1992) var reynt að meta stofnkostnað 20 MW jarðgufuvirkjunar á einfaldan hátt. I þeim
greinum var stofnkostnaður talinn vera rúmar 40 milljónir Bandaríkjadala, eða um 2500
miljónir íslenskra króna á verðlagi í mars 1992. Nú hefur verið gerð áætlun um stofnkostnað
20 MW jarðgufuvirkjunar í Bjarnarflagi (Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf., 1993;
Orkustofnun og Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf., 1994). Stofnkostnaður virkjun-
arinnar er í frumáætlun (1993) áætlaður 1839 miljónir íslenskra króna á verðlagi í desember
1991, en í verkhönnun (1994) 2135 miljónir á verðlagi í október 1993.
Þessar áætlanir frá 1993 og 1994 eru gerðar á mun nákvæmari hátt en það mat sem gert
var í greinunum frá 1991 og 1992. Hins vegar eru áætlanirnar bundnar við Bjarnarflag, en
fyrri áætlanirnar voru miðaðar við almennar aðstæður á íslenskum háhitasvæðum. I greininni
frá 1992 er bent á að stofnkostnaður jarðgufuvirkjana ræðst að miklu leyti af fjölda borhola
sem bora þarf fyrir viðkomandi virkjun. A það er einnig bent í greininni frá 1992 að skipta
má stofnkostnaði í tvo hluta, annars vegar kostnað við yfirborðsmannvirki og hins vegar
kostnað við boranir. Kostnaður við yfirborðsmannvirki er talinn vera mjög svipaður frá einu
jarðhitasvæði til annars, en borkostnaður er breytilegur á milli svæða. Það er því þægilegt að
setja fram stofnkostnað jarðgufustöðva á þannig formi að munur á fastakostnaði og breyti-
legum kostnaði komi fram. Með því að nota fastan kostnað úr áætlun VGK (1993) um
Bjarnarflag, og bæta við breytilegum borkostnaði eftir holufjölda, fæst kostnaðarmat sem
gildir líklega sem meðaltalsmat fyrir íslensk háhitasvæði. Mynd 4 er dregin á þennan hátt.
Fasti kostnaðurinn er tekinn úr áætlun VGK um Bjarnarflag (1993), en kostnaður við borun
hverrar holu er reiknaður 110 Mkr. Það er ívið hærra verð en notað var í áætlun VGK, en er
líklega raunhæfara verð ef miðað er við meðaltalsgildi fyrir öll háhitasvæði landsins (boranir