Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 247
Jarðhiti til raforkuvinnslu 245
næsta áratug, en verði e.t.v. um 60 GWh á ári að 20 árum liðnum. Jarðgufustöðvar með 160
GWh orkugetu falla mjög vel að þessari markaðsaukningu, eins og sést á mynd 7.
Jarðvarmavirkjanirnar fullnýtast að meðaltali á þrem árum á meðan það tekur um 15 ár að
fullnýta Blöndu með þessari markaðsaukningu. Það þýðir líka að raunverulegt framleiðslu-
verð Blöndu er mun hærra þessi fyrstu 15 ár nýtingar heldur en það verð sem fæst þegar
miðað er við að orkugeta Blönduvirkjunar nýtist strax.
Nú er Blanda ekkert sérlega stór virkjun miðað við þá virkjunarkosti í vatnsafli sem hafa
verið til umræðu á síðustu árum. Af þeim 20 virkjunarkostum í vatnsorku, sem helst hafa
verið til umræðu sem hagkvæmustu virkjunarkostir í náinni framtíð (iðnaðarráðherra, 1993)
er meðalorkugeta þeirra virkjana 1337 GWh á ári. Það er því augljóst að rnikill hluti þessara
stóru virkjana kemur ekki til greina nema hægt sé að auka markaðsþörfina í skrefum af
stærðargráðunni 300-1000 GWh á ári. Ef rniða á virkjanaröð við 50-100 GWh/ár
markaðsaukningu eru einfaldlega ekki fyrir hendi rannsakaðir kostir í vatnsorku, sem falla
vel að slíkri markaðsaukningu. Allir kostir jarðvarmavirkjana falla hins vegar mjög vel að
slíkri markaðsaukningu. Miðað við þessa framtíðarsýn má búast við að mjög margar viðbót-
arvirkjanir verði jarðvarmavirkjanir.
Ef aukningin í raforkumarkaðinum fer hins vegar fram í stórum þrepum, þar sem hvert
þrep er af stærðargráðunni 300-1000 GWh/ár og að hægt verði að auka markaðinn um svo
sem 5.000-10.000 GWh/ár á 10-20 ára tímabili verða stóru vatnsaflsvirkjanirnar liins vegar
mjög heppilegur kostur, og trúlega eini möguleikinn til þess að þessar stóru virkjanir komi til
álita í fyrirsjáanlegri framtíð og að farið verði út í virkjunarframkvæmdir af þessari stærðar-
gráðu.
Þá vaknar sú spurning hvort litlu (20 MW) jarðvarmavirkjanirnar komi til álita í þeirri
framtíðarsýn að aukning raforkumarkaðarins verði stórstíg. Svarið við því er einfaldlega það
að jarðgufuvirkjanirnar koma jafnt til álita hvort sem markaðsaukningin er hröð eða hæg.
Orkuverðið frá jarðgufuvirkjununum er sambærilegt við orkuverð frá stórum vatnsafls-
stöðvum, hvort sem virkjunarhraði er hægur eða hraður, en kostur jarðgufuvirkjana er sá að
þær aðlagast markaðsþörfinni mun betur en vatnsaflsvirkjanirnar. Ef jarðgufuvirkjanirnar
þurfa að mæta stóru þrepi í markaðsaukningu (t.d. stóriðju eða sæstreng) er lausnin einfald-
lega sú að reisa margar 20 MW virkjanir á skömmum tíina til þess að mæta markaðsþörfinni.
Nýju sjónarmiðin við virkjun jarðhita til raforkuvinnslu kalla á breytt vinnubrögð við
rannsóknir og undirbúning jarðhitavirkjana. í stað þess að takmarka rannsóknir við fá jarð-
hitasvæði, eins og gert hefur verið fram að þessu, kallar nýja aðferðin á að rannsóknir liggi
fyrir á mörgum virkjunarstöðum til þess að hægt sé að dreifa virkjunum á marga staði ef
virkjunarhraði verður mikill. Kostnaðarlega séð er þetta fyrirkomulag til bóta, vegna þess að
nýja aðferðin gerir ráð fyrir að fyrir liggi margir virkjunarstaðir á tiltölulega lágu rannsókn-
arstigi á meðan gamla aðferðin gerði ráð fyrir tiltölulega fáum virkjunarstöðum á háu
rannsóknarstigi. Þar sem rannsóknarkostnaður fer stighækkandi með auknu rannsóknarstigi
verður heildarkostnaður lægri með nýju aðferðinni samanborið við þá gömlu.
Til þess að sinna forðafræðilegum athugunum á uppbyggingu kerfisins er þó ekki hægt
með góðu móti að mæta mjög stórum stökkum í markaðsaukningu ef 20 MW jarðgufuvirkj-
anir eiga eingöngu að sinna slíkri aukningu. Auðveldlega má virkja t.d. 60 MW á ári með