Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 251
Jarðhiti til raforkuvinnslu 249
markað í Evrópu má búast við að nývirkjanir skiptist á milli vatsaflsvirkjana og jarðgufu-
virkjana.
Helsti gallinn á þessari framtfðarsýn er sá að háhitarannsóknum hefur lítið verið sinnt á
síðustu áratugum, og við erum mjög illa í stakk búin til að mæta þessum kröfum um aukið
umfang jarðhitavirkjana í þróun raforkuiðnaðarins í landinu. Samanburður á stöðu vatnsorku-
rannsókna og stöðu háhitarannsókna sýnir að fjárfestingin í vatnsorkurannsóknum er um það
bil fimm sinnum meiri en fjárfestingin í háhitarannsóknum (Valgarður Stefánsson, 1992). Til
þess að sanngjarnt mat geti farið fram á milli vatnsaflsvirkjana og jarðhitavirkjana í fram-
tíðinni þarf að auka háhitarannsóknir verulega, þannig að sambærilegur fjöldi virkjunarkosta
í vatnsorku og jarðhita liggi fyrir. Núverandi staða er sú að fyrir liggja kostnaðartölur um tvo
kosti í jarðhita, en um tuttugu í vatnsorku. Það þarf að nota tímann fram að aldamótum til
þess að gera sérstakt átak í háhitarannsóknum þannig að tæknilegur möguleiki sé að nýta þá
hagkvæmni sem jarðvarmavirkjanir bjóða upp á.
Þau atriði sem einkum þarf að sinna á næstu 5-10 árum eða svo eru:
1) Taka fyrir fleiri háhitasvæði til rannsókna þannig að á hverjum tíma séu fyrir hendi
nægjanlega margir jarðhitakostir tilbúnir til virkjunar svo að raunhæft mat geti farið fram á
milli virkjunarkosta í jarðhita og vatnsorku, þannig að hagkvæmasti virkjunarkostur verði
valinn hverju sinni.
2) Auka almenna þekkingu á forðafræðilegum eiginleikum háhitasvæða. Fyrirsjáanlegt er
að virkjunarhraði á háhitasvæðum mun fyrst og fremst ákvarðast af forðafræðilegum
athugunum á jarðhitakerfum í nýtingu. Skilningur á forðafræði háhitans mun því verða lykil-
atriði við farsæla þróun virkjunarmála í landinu. Það er því heppilegt að nýta næstu ár til þess
að styrkja fræðilegan og tæknilegan grundvöll að þessari starfsemi.
3) Athuga þarf sérstaklega hvernig heppilegast er að bera saman vatnsaflsvirkjanir og
jarðhitavirkjanir. Slíkar athuganir þurfa að spanna bæði tæknilega og fjárhagslega þætti
málsins. Árangur slíkra athugana á t.d. að koma fram í því hvernig mismunandi virkjunar-
kostum er raðað eftir hagkvæmni, hvernig mismunandi kennistærðir vatnsaflsvirkjana og
jarðvarmavirkjana eru bornar saman og hvernig samreksri jarðhita- og vatnsaflsstöðva verður
best háttað.
Á árinu 1992 hófst samvinnuverkefni Hitaveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja,
Landsvirkjunar og Orkustofnunar sem ber heitið: Rannsókn jarðhita til raforkuvinnslu.
Verkið hefur farið tiltölulega rólega af stað, en reynt hefur verið að fylgja þeim markmiðum
sem lýst er hér að ofan. Þannig hefur verið hafist handa við rannsóknir á jarðhitasvæðunum í
Brennisteinsfjöllum og við Torfajökul auk þess sem lokið hefur verið við yfirborðsrannsóknir
á Ölkelduhálsi. Þessi verk stuðla að því að auka fjölda rannsakaðra virkjunarstaða. Verkefni á
sviði forðafræði háhitans hefur einkum verið að safna upplýsingum um lekt, poruhluta og
aðra forðafræðilega eiginleika íslensks bergs, en verkefni á sviði hagkvæmniathugana er
áætlun um Bjarnarflagsvirkjun. Áætlunin um Bjarnarflagsvirkjun er gott dæmi um það
hvernig samvinna Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna leiðir til niðurstöðu sem gagnast
öllum aðilum samvinnunnar. Auk þess sem áætlunin tekur til sérstakra aðstæðna í
Bjarnarflagi tekur athugunin einnig tillit til almennra atriða eins og reksturskostnaðar jarð-
varmavirkjana, áhrifa niðurdælingar á virkjunarkostnað, kostnaðar við eyðingu brennisteins-