Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 252
250 ÁrbókVFÍ 1993/94
vetnis, og annarra umhverfissjónarmiða. Áætlun um Bjarnarflagsvirkjun er því eins konar
mynsturáætlun um jarðvarmavirkjanir og er búist við að niðurstöðurnar nýtist við áætlunar-
gerð á öðrum háhitasvæðum.
Þó svo að niðurstöður úr samvinnuverkefni Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna um
rannsókn háhita til raforkuvinnslu séu ekki ýkja miklar að vöxtum en sem komið er, eru
niðurstöðurnar mjög mikilvægar fyrir framtíð virkjunarmála landsins. Það liggur nú nokkuð
ljóst fyrir að 20 MW jarðhitavirkjanir eru hagkvæmur virkjunarkostur og hagkvæmni þeirra
er fyllilega sambærileg við hagkvæma kosti á sviði vatnsaflsvirkjana. Það sem þarf að athuga
nánar er hvernig þessi samanburður er gerður í smáatriðum.
Það skiptir miklu máli fyrir framvindu þessara mála að samvinna Orkustofnunar og orku-
fyrirtækjana haldist samfelld um alllangt skeið. Orkurannsóknir eru í eðli sínu langtíma-
verkefni þar sem vænlegast er að halda jöfnum hraða. Það mætti að vísu auka umfang orku-
rannsókna nokkuð frá því sem nú er, en það væri mjög mikill skaði að minnka umfangið. Til
þess að þessi samvinna haldist verða bæði ríkisvaldið og orkufyrirtækin að leggja til fjár-
magn til starfseminnar.
9 Þakkir
Þeir Ásgrímur Guðmundsson, Einar T. Elíasson, Guðmundur Pálmason, Halldór Pétursson,
Jakob Björnsson, Ólafur G. Flóvenz, Runólfur Maack og Sverrir Þórhallsson lásu yfir
frumgerð þessarar greinar. Ég þakka þeim gagnlegar ábendingar, sem hafa bætt verulega
lokaframsetningu greinarinnar.
10 Heimildir
10.1 Iðnaðarráðherra, 1993: Skýrsla iðnaðarráðherra um útflutning raforku um sæstreng.
Lögð fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992-93, 57 bls.
10.2 Jakob Björnsson, 1991: Staða og horfur í orkumálum íslands. Erindi flutt á Orkuþingi
1991.
10.3 Orkuspárnefnd, 1992: Raforkuspá 1992-2020. Skýrsla Orkustofnunar OS-92027/
OBD-02, 251 bls.
10.4 Orkustofnun og Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf., 1994: Jarðvarmavirkjun
í Bjarnarflagi. Skýrsla Landsvirkjunar og Orkustofnunar Janúar 1994, 72 bls.
10.5 Ríkisreikningur fyrir árið 1986. Reykjavík, febrúar 1988.
10.6 Valgarður Stefánsson, 1992: Jarðhiti til raforkuvinnslu. Erindi flutt á ársfundi
Orkustofnunar 26. mars 1992. í skýrslu Orkustofnunar OS-92013, 52 bls.
10.7 Valgarður Stefánsson, Ólafur G. Flóvenz og Sverrir Þórhallsson, 1991: Ný viðhorf til
virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu. Erindi flutt á Orkuþingi 1991.
10.8 Valgarður Stefánsson, Gestur Gíslason, Helgi Torfason, Lúðvík S. Georgsson, Stefán
Sigurmundsson og Sverrir Þórhallson, 1982: Áætlun um skipulegar rannsóknir á
háhitasvæðum landsins. Skýrsla Orkustofnunar OS-82093/JHD-13, 176 bls.
10.9 Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf., 1993 : Jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi.
Frumáætlun. Áfangaskýrsla. Skýrsla til Landsvirkjunar, 36 bls.