Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 256
254 Arbók VFI 1993/94
staðla hvað varðar hlutprófun samsetninga. Bætt hefur verið við skilgreiningum um form á
töflum. Á þessu sviði hefur verið eðlilegt að töfluskápar og íhlutir komi frá mismunandi
framleiðendum og séu settir saman af hæfum töflusmið.
Á sviði millispennubúnaðar (1-52,5 kV) hafa sömu breytingar einnig orðið í einhverjum
mæli, en þó er einkum byggt á að allir hlutar framleiðslunnar séu gerðir af einum framleið-
anda. Framleiðendur eru líka miklu færri og stærri á þessu sviði en í lágspennubúnaði.
Háspennubúnaður (>52,5 kV) er yfirleitt aðeins framleiddur af stórum framleiðendum.
Hér á landi hefur lengi verið smíði á rofaskápum fyrir dreifistöðvar rafveitna, fyrst frá
1955 og fram um 1980 með framleiðslu Olafs Tryggvasonar, Johan Rpnning o.fl. aðallega á
teinrofaskápum fyrir dreifistöðvar og frá því um 1980 með framleiðslu tveggja aðila,
Samvirkis hf. og Tryggva Þórhallssonar rafverktaka, á dreifistöðva- og aflrofaskápum fyrir
aðveitustöðvar. Þessir skápar hafa ekki verið gerðarprófaðir, en íhlutir skápanna hafa yfirleitt
verið prófaðir í samræmi við viðeigandi staðla.
Þörfm fyrir gerðarprófaðan búnað er nýleg og til komin af tæknilegum eiginleikum veitu-
kerfisins. Vegna sífelldrar stækkunar rafkerfisins, aukins skammhlaupsafls og aukinna krafna
neytenda um rekstraröryggi, hafa orkuframleiðendur og rafveitur þurft að auka kröfur til
uppsetts búnaðar. Það hefur einkum verið gert með kröfu um að settur sé upp gerðarprófaður
búnaður í nýjar stöðvar. Einnig koma þarna við sögu auknar kröfur um öryggi starfsmanna
rafveitna við rekstur og viðhald búnaðarins. Lengi hefur það legið fyrir að óski íslenskir aðil-
ar að halda áfram að vinna á þessum markaði þurfi þeir að Iáta gerðarprófa þann búnað sem
þeir eru að framleiða og selja.
Hér á eftir er lýsing á ferli gerðarprófunar 12 kV aflrofaskápa, sem Tryggvi Þórhallsson lét
gera árið 1992. Ekki er tilviljun að ákveðið var að ráðast í þessar prófanir, heldur er það liður
í þróun sem átt hefur sér stað á löngum tíma.
2 Markaðsaðstæður
Nefnd er hér að ofan krafa markaðarins um að uppsettur búnaður sé í samræmi við alþjóða-
staðla. Framleiðandi hefur einkum eftirfarandi ástæður til þess að láta gerðarprófa framleiðslu
sína:
Kröfur þeirra sem kaupa framleiðsluna.
Osk um að kynnast eigin búnaði nánar (styrkleika/veikleika).
Trygging þess að samþáttun eigin búnaðar og keyptra íhluta vinni eðlilega.
Prófun geti skilað sér í aukinni framtíðarsölu.
Mögulegt að markaður vörunnar geti stækkað.
Á íslenska raftæknimarkaðinum hefur verið samkeppni undanfarna áratugi milli innflutts
og innlends búnaðar. Þjónusta innflytjenda og innlendra verktaka við kaupendurna hefur
verið takmörkuð af því að hvorugur hefur tæknideildir nema í takmörkuðum mæli. Samskipti
rafveitnanna hafa því yfirleitt verið beint við erlenda framleiðandann við úrlausn vandamála.
Islenskir orkuframleiðendur og rafveitur hafa því löngum verið sjálfum sér nægar um
tækniþekkingu við rekstur og viðhald eigin búnaðar. Á tímum útboða opinberra aðila á
þjónustu kemur að sjálfsögðu upp krafa um að rafveitur skipti í auknum mæli við verktaka
um rekstur og viðhald búnaðar. í framtíðinni má því vænta breytinga í þá átt að tækniþjón-
usta og viðhald verði keypt frá utanaðkomandi aðilum. Þar með eykst þörfin á tækniþekkingu
utan rafveitnanna og að til sé á Islandi a.m.k. einn framleiðandi sem getur tekist á við