Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 257
Gerðarprófanir rafbúnaðar 255
sérverkefni og framleiðslu innanlands. Nauðsynlegt er fyrir slíkan aðila að hafa einhverjar
framleiðsluvörur aðrar en sérverkefni, sem rafveiturnar þurfa að láta vinna, ef rekstur hans á
að geta verið hagkvæmur. Ekki er hætta á að þessi aðili verði markaðsráðandi, því úrval inn-
flutts búnaðar og verðsamkeppni kemur í veg fyrir það.
3 Rofaskápar
Skápar eru umbúnaður um rafbúnaðinn sem í þeim er (mynd 1). Stærðir eru breytilegar eftir
gerð búnaðarins og innihaldi. Algengar stærðir eru: breidd frá 350-1000 mm, hæð frá 1250-
2500 mm og dýpt frá 1000-2000 mm. Innihaldið, rafbúnaðurinn, ræður stærðinni. Yfirleitt
Skápur1-7
U- Skápur 10-23 M
JÉ- Skápur27-33 s
.g Skápur 35-41 j§
700 *§• Skápur 44-49 £
0 100
1. Aflrofi FG2 630A
2. Rofagegntök, 630/1250 A
3. Teinar, 2x10x100 Cu, 2500 A
4. Jarðrofi, 31,5 kA
5. Straumspennar, /5 A
6. Rýmdarspennuvísar
7. Millilæsing aflrofi/jarðrofi
8. Lokur
9. Gegntök milli hólfa
1000
Mynd 1 I2kV aflrofaskápur Tryggvi 12/0,6 630 A. Snið gegnum aflrofaskáp og tœki í skáp.
ákveða framleiðendur einsleita stærð skápa fyrir tiltekna notkun og miða við að einfalt sé að
setja skápana saman í röð.
Algengar stærðir aflrofaskápa fyrir aðveitustöðvar 12 kV spennu eru: breidd 600-800 mm,
hæð 1500-2500 mm og dýpt 1250-2000 mm. Miðað er við að skáparnir séu bæði lokun fyrir
rafbúnaðinn og samtímis séu þeir festingar og undirstöður fyrir íhluti. Aðgangur að skápum
er oftast gegnum hurðir á framhlið og miðað er við að þeir geti staðið upp við vegg.
Tengingar ytri búnaðar, aðallega strengja, er ýmist ofan frá eða neðan frá. Yfirleitt eru skápar
2 3
settir upp innanhúss. Auk þess rýmis, sem þarf fyrir uppsetningu skápa (um 1,2 m, 2,5 m
/skáp) þarf að gera ráð fyrir rými kringum þá og verulegri lofthæð, ekki minni en 1,5 m fyrir
ofan efri brún skápanna.
I skápum er yfirleitt aflrofi, mælibúnaður, stýribúnaður, tengibúnaður og safnteinar til