Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 258
256 Árbók VFÍ 1993/94
samtengingar skápanna við næsta skáp. Hólfun innan skápa er háttað á ýmsa vegu. Algengt
er orðið að miða við fjórskiptingu skápsins, teinar séu í eigin hólfi, mæli- og tengibúnaður
sér, rofi í eigin hólfi og stjórnbúnaður í eigin hólfi.
4 Gerðarprófanir
Gerðarprófanir (type tests) eru skoðun á eiginleikum þess búnaðar, sem verið er að prófa, til
staðfestingar tiltekinna einkennisstærða. Framleiðandi ákveður einkennisstærðir og prófunar-
aðili kannar þær og staðfestir.
A sviði raftækni á stöðlun sér langa sögu og margar hefðir eru til. Einkennisstærðir eru
staðlaðar og aðferðir til þess að sannreyna þær vel kunnar meðal fagmanna. Einkum hefur
verið stuðst við staðla alþjóðaraftækninefndarinnar, IEC (International Electrotechnical
Commission) um prófunaraðferðir og -kröfur. IEC staðlar hafa verið teknir upp af Evrópu-
staðlasamtökunum á sviði raftækni, CENELEC, sem þjóðlegir og alþjóðlegir staðlar á þeim
sviðum, sem þeir ná til, ýmist óbreyttir eða með smávægilegum breytingum.
Staðlar sem eiga við millispennubúnað eru IEC staðlar númer 694 og 298 fyrir aflrofa-
skápa, og einkum staðlar númer 56, 129, 137, 185 og 186 fyrir íhluti (einnig IEC 243, 466 og
529),
Prófunarkröfur IEC staðlanna miða við að tryggja öruggan rekstur viðkomandi íhluta og
skápasamsetningar annars vegar og persónuöryggi viðhalds- og rekstrarmanna hins vegar.
Skápar eru nothæfir eftir flestar prófanirnar, sem á þeim eru gerðar, en einnig eru til prófanir
sem eyðileggja bæði skápana og búnaðinn sem í þeim er. Atriði sem einkum er lögð áhersla á
við prófun aflrofaskápa og íhluta eru:
Skylduprófanir:
Að búnaðurinn þoli þá spennu, sem á hann er lögð, án innri bilana.
Að upphitun búnaðarins (varmamyndun í honum) sé innan skilgreindra marka.
Að búnaðurinn þoli og vinni rétt þrátt fyrir bilanir sem verða í kerfinu sem hann
tengist (eða að búnaðurinn þoli þá skammhlaupsáraun sem hann getur orðið fyrir).
Að kröfur um vélræna virkni búnaðar og þéttleika skápa (lokun) séu uppfylltar.
Að persónuöryggi sé tryggt.
Prófanir að vali framleiðanda og kaupanda:
Prófanir er lúta að auknu persónuöryggi við rekstur (ljósbogaprófanir/internal arc
tests).
Mæling á úrhleðslu að hluta (partial discharge), sem einkum gefur upplýsingar um
galla efnis.
Aðilar sem prófa eru sjálfstæðar prófunarstöðvar, sem eru óháðar framleiðendum.
Stöðvarnar eru faggiltar og vinna eftir kröfum EN45XXX staðla um skoðunaraðila. Dæmi
um slíkar stöðvar í Evrópu eru: KEMA í Hollandi, PEHLA í Þýskalandi og VOLTA í
Frakklandi.
I IEC stöðlum eru prófunarkröfur skápa og íhluta þeirra samræmdar og því er ekki
nauðsynlegt við gerðarprófun skápa að gerðarprófa alla íhluti. Nægilegt er að fyrir liggi
skýrslur um gerðarprófanir íhlutanna.
Ljósbogaprófanir, sem gerðar eru á skápum, eyðileggja þá og búnað þeirra. Þar með
verður öllum almennum prófunum að vera lokið áður en þær eru gerðar. Skylduprófanirnar
eyðileggja ekki búnað eða skápa, en á búnaðinn er lögð máláraun eins og hún hefur verið