Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 259
Gerðarprófanir rafbúnaðar 257
ákvörðuð af framleiðanda. Prófunaraðili skilar skýrslum um niðurstöður gerðarprófana til
framleiðanda.
5 Smíöi frumgerðar og prófun
Aðili sem ætlar að láta prófa búnað þarf að hanna og smíða frumgerð þess sem prófa skal. I
því felst meðal annars:
Er prófunin tengd verkefni, sem skila þarf til einhvers kaupanda?
Velja þarf íhluti og gera frumhönnun.
Smíða þarf fyrstu frumgerð og vinna nánar úr hönnun.
Yfirfara hönnun og smíði, gera eigin prófanir eftir því sem unnt er.
Smíða þarf frumgerð númer tvö ef það reynist nauðsynlegt. Rétt er að miða við að
hún sé endanleg og send til prófunar.
Hafa þarf stjórn á kostnaði verkefnisins og líta á smíði frumgerðar og prófun sem
sjálfstætt verkefni.
Gefa þarf vörunni, sem prófa skal, heiti, sem síðar er notað sem vörumerki.
Hafa þarf í huga framleiðsluaðferðir og tækni sem beitt verður við framleiðslu,
þegar á þessu stigi ferlisins. Finna þarf hagkvæmni mismunandi framleiðsluaðferða
og ákveða kaup á nýjum tækjum til framleiðslunnar ef um er að ræða fjöldafram-
leiddan búnað.
Tími sem þarf til úrvinnslu hugmyndar er hálft til eitt ár.
Þegar lokið er við smíði frumgerðar er hún send til prófunarstöðvar. Fulltrúi framleiðand-
ans þarf að vera viðstaddur allar prófanir og vera tilbúinn til þess að vinna að breytingum
búnaðarins ef það reynist nauðsynlegt. Eftirfarandi atriði skipta máli um framkvæmd próf-
ana:
Prófunum er stjórnað af prófunarstöð og getur framleiðandi ekki haft mikil áhrif á
vinnu hennar. Rétt er þó að reyna að tryggja að prófunartíminn sé ekki óeðlilega
langur. Hafa þarf áætlun frá prófunarstöðinni um framgang verksins, og varaáætlun
ef gera þarf breytingar á leiðinni og endurtaka prófanir.
í prófunarstöð er líklegt að flytja þurfi búnaðinn milli staða vegna einstakra prófana.
Þessu þarf að gera ráð fyrir frá upphafi, þannig að auðvelt sé að flytja búnaðinn.
Nauðsynlegt er að eiga innhlaup í vélsmiðju á prófunarstaðnum, ef ekki er aðstaða í
prófunarstöðinni til vinnu við breytingar sem hugsanlega þarf að gera.
Að loknum prófunum þarf að reikna með að frumgerðin sé send til eigandans, jafnvel þó
gerðar hafi verið prófanir sem eyðileggja búnaðinn (destructive tests). Prófunarstöð skilar
eiganda búnaðarins (framleiðanda) skýrslu(m) um niðurstöður. Til eru ýmis afbrigði af
skýrslum eftir prófunarstigi.
Eðlilegast er að miða við að búnaður sé að fullu prófaður í samræmi við skylduákvæði
viðkomandi staðla. Ákveða þarf hvort bæta eigi einhverjum „frjálsum“ prófunum við. Dæmi
um það eru ljósbogaprófanir fyrir 12 kV skápa.
6 Fullnaðarhönnun og smíði framleiðsluvöru
Að loknum prófunum vöru þarf að ljúka hönnun og gera vöruna framleiðsluhæfa. Leyfilegt
er að breyta smáatriðum, sem hafa ekki áhrif á virkni búnaðarins, en prófunin takmarkar að
sjálfsögðu hve miklu er unnt að breyta án þess að endurtaka prófanirnar. Breytingar lúta því