Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 260
258 Arbók VFI 1993/94
einkum að því að finna nothæfar framleiðsluaðferðir, að því marki sem þær liggja ekki fyrir
áður. Einnig þarf að gera „framleiðsluteikningar“, en þær þurfa yfirleitt ekki að liggja fyrir
endanlegar fyrir prófanir.
Reynsla sem framleiðandi öðlast gegnum prófanir nýtist við þessa úrvinnslu og er að sjálf-
sögðu einnig fyrirliggjandi við úrlausn síðari verkefna. Lfklegt er að þegar framleiðandi hefur
einu sinni farið gegnum prófunarferlið muni hann endurtaka það síðar fyrir nýjar framleiðslu-
vörur. Einnig getur þegar prófaður búnaður breyst svo mikið vegna þróunar að endurtaka þurfi
prófanimar á honum, eða a.m.k. hluta þeirra.
7 Prófanir á vegum Tryggva Þórhallssonar rafverktaka
Tryggvi Þórhallsson hefur unnið sem rafverktaki á íslenska markaðinum í meira en 25 ár.
Skömmu eftir 1980 fór hann að fikra sig áfram við smíði teinrofaskápa fyrir dreifistöðvar.
Þegar tækifæri gafst smíðaði hann einnig aflrofaskápa fyrir aðveitustöðvar. Megnið af 36 kV
rofaskápum Hitaveitu Suðurnesja hefur Tryggvi smíðað og 12 kV rofaskápa fyrir ýmsa aðila.
Rafveitur hafa að jafnaði verið stórir viðskiptavinir og einkum keypt lágspennu- og milli-
spennubúnað í dreifistöðvar.
Árið 1991 voru tvö áhugaverð útboð á millispennubúnaði. Rafmagnsveitur ríkisins buðu
út 36 kV aflrofaskápa fyrir tvær aðveitustöðvar á Norðurlandi. Rafmagnsveita Reykjavíkur
bauð út 12 kV virki fyrir nýja aðveitustöð við Elliðaár. Gerð var krafa um gerðarprófaða afl-
rofaskápa í báðum þessum útboðum.
Skápar Tryggva voru ekki prófaðir á þessum tíma, en hann gerði í tilboðunum ráð fyrir að
láta gerðarprófa skápana. Niðurstaða kaupendanna var að gefa Tryggva kost á að ljúka próf-
unum innan ákveðins tíma og væru jákvæðar niðurstöður prófana forsenda fyrir kaupum
skápa.
Byrjað var á prófunum 36 kV skápanna, þar sem verki Rarik átti að ljúka fyrr. í byrjun árs
1992 var smíðaður einn aflrofaskápur og sendur til prófunarstöðvar í byrjun febrúar.
Prófanirnar voru gerðar í febrúar/mars 1992 í Grenoble í Frakklandi í prófunarstöðinni
VOLTA. Gerðar voru skylduprófanir eftir IEC staðli 298 og stóðust skáparnir þær. Eitt
vandamál kom upp við þessar prófanir og varðaði höggspennu. Eftir að skipt hafði verið um
endaeinangrara í skápnum, reyndist allt í lagi við endurtekningu háspennuprófananna.
Seint um haustið 1991 var smíðuð fyrsta frumgerð 12 kV skáps. Um var að ræða beina-
grind með takmörkuðu vali á efni. Þarna reyndist samt vera komin grunnhugmyndin að þeim
skáp sem endanlega var sendur til prófunar. í lok mars 1992 var hafin smíði á frumgerð
númer tvö af 12 kV skápnum, samtímis því að gengið var frá formsatriðum kringum prófan-
irnar við kaupanda og prófunarstöð. Gera átti allar prófanir eftir staðli IEC 298, nema mælingu
á úrhleðslu að hluta mátti sleppa. Kaupandinn lagði sérstaka áherslu á að gerðar væru ljós-
bogaprófanir á skápunum. í byrjun júní komu fulltrúar prófunarstöðvarinnar og framleiðanda
aflrofans (Merlin Gerin) til Islands og skoðuðu skápana og ráðlögðu um útfærslu smáatriða,
auk þess sem haldinn var fundur með Rafmagnsveitu Reykjavíkur um prófanirnar. Samtals
voru smíðaðir sex skápar og sendir til prófunarstöðvar, þar sem áætlað var fyrirfram að
endurtaka þyrfti einhverjar prófanir. Miðað var við tvær stærðir skápa, 630 A (myndir 2 og 3)
og 2500 A, og að eftir ljósbogapróf væru skáparnir ónýtir.
Síðari hluta júnímánaðar var sendur gámur með þessum sex skápum til Grenoble. Þann