Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 264
262 Árbók VFÍ 1993/94
9 TRYGGVI 12/nn (12 kV aflrofaskápar)
Eftirfarandi er lýsing á einkennisstærðum 12 kV aflrofaskápa Tryggva Þórhallsonar, gerð
TRYGGVl 12/nn, sem staðfestar voru við þær gerðarprófanir, sem lýst hefur verið hér að
framan:
Aflrofaskáparnir eru gerðarprófaðir og ljósbogaprófaðir í samræmi við IEC staðal 298.
Einkennisstærðir þessara skápa eru málspenna 12 kV, skammhlaupsstraumur 31,5 kA.
Skáparnir eru gerðir til uppsetningar innanhúss. Þéttleiki þeirra er lP2x gagnvart umhverfi og
lP3x milli hólfa. Miðað er við að skáparnir séu tengdir með skinnum eða strengjum.
Aflrofaskápunum er skipt niður í fjögur sjálfstæð hólf. Þau eru:
Teinahólf Safnteinar skápanna eru í eigin hólfi. Eftir samsetningu skápa í röð myndast
eitt sameiginlegt teinahólf eftir endilangri lengd skápanna.
Aflrofahólf Aflrofar eru í eigin hólfi. í rofahólfinu er rými fyrir útdraganlegan aflrofa
og rofagegntök fyrir tengingu aflrofans við safnteina og tengihólf (útgangs-
/strenghólf).
Tengihólf Tengihólf er fyrir strengi. I því eru einnig önnur helstu tæki rofaskápanna,
þ.e. straummælispennar, spennumælispennar þar sem það á við, (einfasa
eða þrífasa mæling) og jarðrofi.
Stýrihólf Stjórnbúnaður rofaskápanna er staðsettur í eigin hólfi og mælar og vísar í
hurð þess. Hnappar til staðstýringar aflrofans eru á hurð stýrihólfsins.
Liðavörn er staðsett í hurð stýrihólfs, ef hún er höfð í skápunum; annars
enda tengingar vegna liðavarnar í tengi-
klemmum í stýrihólfinu.
Stærð aflrofaskápanna er 700x1600x
2200 mm (bxdxh).
Málstærð aflrofa þessarar gerðar skápa
getur verið 630 A, 1250 A, 1600 A eða
2500 A.
Mynd 6 Séð langs eftir röð skápa í aðveitustöð
A5.
10 Aðveitustöð A5 hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
Þessi nýja aðveitustöð kemur í stað eldri
stöðvar á svæði Rafmagnsveitunnar við
Elliðaár. Byggt er nýtt háspennuvirki, 132
kV gasfyllt innitengivirki, og nýtt 12 kV
virki (mynd 6) í sama húsi.
12 kV virkið er með stærstu slíkum
virkjum á Islandi og með stærsta skamm-
hlaupsafl, reiknað um 28 kA. Hönnunar-
skammhlaupsstraumur er valinn næsta
staðalstærð fyrir ofan 28 kA eða 31,5 kA.
Safnteinar eru tvöfaldir og rofaskáparnir
eru samtals 98 (49 tvöfaldir skápar). Þrír
aflspennar, 40 MVA, 132/11 kV, tengjast