Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 265
Gerðarprófanir rafbúnaðar 263
þessu virki. Rofaskáparnir standa í tveimur röðum, raðirnar hvor móti annarri. Útgangar eru
um 40, sem unnt er að tengja virkinu. Miðað er við að unnt verði að tengja þéttavirki við 12
kV virkið í framtíðinni.
Framleiðslutími 12 kV aflrofaskápa fyrir tengivirkið var á verkstæði hjá Tryggva Þórhalls-
syni janúar til október 1993. Uppsetning hófst í nóvember.
11 Niðurstöður
íslenskur markaður fyrir vörur er afar smár, óháð mælikvarða. Opinberir aðilar eru óvenju
stórir á þessum markaði í samanburði við flesta erlenda markaði, og á sumum sviðum eru
vörukaupendurnir eingöngu opinberir aðilar.
Allir nota raforku og rafbúnað í einhverjum mæli. A Islandi eru það opinber fyrirtæki, sem
sjá markaðinum fyrir nægilegri raforku á hverjum tíma. Neytendahluta markaðarins fyrir
raftæki og tengingu þeirra er sinnt af kaupmönnum og rafverktökum, en innflytjendur og
örfáir íslenskir framleiðendur þjóna orkuframleiðendum, rafveitum og stóriðju.
Kröfur um frjálsræði eru vaxandi. Menn vilja eins litla yfirbyggingu opinberra aðila og
kostur er, og að fela hinum frjálsa markaði þá starfsemi, sem hann getur sinnt. Einkavæðing
leiðir til gagnkröfu opinbera geirans um tækniþekkingu einkageirans. Orkuframleiðendur og
rafveitur hljóta að þurfa að lúta þessum kröfum um einkavæðingu í auknum mæli í framtíðinni.
Kröfur notenda um aukið öryggi orkukerfisins hafa vaxið í takt við tæknivæðingu sam-
félagsins. Stefna flestra orkufyrirtækjanna hefur verið að auka kröfur um öryggi búnaðar og
rekstrarfólks. Ein af leiðunum til þess hefur verið krafan um að allur nýr búnaður sé
gerðarprófaður.
Nefnt var í upphafi að unnt sé að flytja inn allar vörur til landsins erlendis frá. I því sam-
bandi skal hér vakin athygli á að þegar rætt er um einkavæðingu opinberrar starfsemi er
aðeins miðað við að innlendir aðilar taki hana að sér og ekki reiknað með að hún verði falin
erlendum fyrirtækjum.
Það er talsvert átak fyrir framleiðanda á litlum markaði að ráðast í að láta gerðarprófa
framleiðsluvörur sínar. Stærð verkefnisins, kostnaður og vafi um að framtíðartekjur endur-
greiði herkostnaðinn við prófanirnar draga úr að menn ákveði að leggja í þessa fjárfestingu.
Aðrar ástæður hljóta því að ráða, til dæmis:
Eindregnar kröfur markaðarins.
Framleiðandinn verði annars að hætta starfsemi.
Prófanirnar séu liður í tækniþróun hans.
Framtíðarávinningur af að geta boðið prófaða framleiðslu (nýtist líka við aðra
vöruþróun).
Aukin þróunarstarfsemi einkafyrirtækja, sem þjóna opinberunt fyrirtækjum stóreykur tækni-
þekkingu þeirra og hæfni til þess að taka að sér ný verkefni. Rekstrar- og viðhaldsverkefni, sem
einkaaðilum væri falið að vinna eru ekki ein sér nægur grunnur fyrir rekstur fyrirtækjanna, þau
fullnægja aðeins þeirri starfsemi, sem þegar er í gangi, án frekari þróunar. Einkaaðilar, sem
tækju að sér slík störf ættu erfitt með að ná lengra en að geta „haldið í horfinu“, sinnt því sem
þegar er til, án verulegrar framþróunar. Þetta myndi leiða til stöðnunar þessara aðila og skamm-
lífis í heimi hraðrar tækniþróunar. Nýsköpun þessara aðila felst í að takast á við ný verkefni
með þróun eigin framleiðsluvöru, auk þess að sinna hefðbundnum verkefnum. Þess vegna er
þörf á íslenskum fyrirtækjum í samkeppni við innflutning og ekki mögulegt að reikna með að
allar vörur séu keyptar erlendis frá.