Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 272
270 Árbók VFÍ 1993/94
reglan en verður flóknara ef sveifarásinn er ekki einsleitur frá sveif til sveifar og ef demp-
unarliðir eru á honum miðjum eða á enda hans og er þá ekki kasthjólið talið með í þeirri upp-
talningu. Varast ber að draga jafnaðarmerki á milli ákveðinna bilana eða atriða í brennsluvél
og einstakra tíðniþátta í tíðnirófi hennar.
Rannsóknir sýna að breytt ástand brennsluvélar styttir eða lengir tíðniþættina í tíðnirófinu
og breytir stefnu þeirra að auki. Sagt á annan hátt: vektoramir sem sýndir er á mynd 6 munu
breyta stefnu og styrk sínum í takt við ástand vélarinnar. Við að skrá hvernig þessir vektorar
breytast við breytingu á ástandi vélarinnar, þá erum við að líkindum búin að finna lykilinn að
heilsufarsskráningarkerfi fyrir vélina. En er það raunin? Þarf kannski fleira til? Sérhver
tíðniþáttur stafar iðulega frá fleiru en einu atriði í vélinni. Þetta undirstrika mælingar og
fræðin almennt.
Verklegir þættir rannsókna hafa fram að þessu einskorðast við rannsóknir á hraða-
kvikumynstrinu sjálfu. Nú skulum við kafa dýpra. Við skulum byrja að einfalda dæmið og
reyna að líta á vélina sem svartan kassa sem hefur útmerki og innmerki. Kassinn er í raun
yfirfærslufall vélarinnar. Við viljum vita hvað er að gerast í kassanum og til þess þekkjum
við hvað fer inn í hann og hvað kemur út úr honum. Inn í kassann okkar fer meðal annars
eldsneytið sem streymir inn á vélina. Innmerkið fyrir það er þá staða magnstillingarstangar í
gangráði vélarinnar. Staða hennar segir okkur hversu mikið eldsneyti fer inn á vélina eða á að
fara inn ef allt er í lagi. Útmerkin út úr kassanum er hraðakvikan, snúningshraði (sá hraði sem
við lesum af snúningshraðamæli vélarinnar) og snúningshraðabreytingin sem vélin verður
fyrir. Yfirfærslufallið segir okkur hvernig innmerkið umbreytist frá því það kemur inn í
kassann og þangað til það birtist sem útmerki á hinum enda kassans, en það ræðst af bygg-
ingu vélarinnar og ástandi hennar. Útmerkið fyrir snúningshraðann og snúningshraðabreyt-
inguna fáum við frá mælitækinu. Staða magnstillingarstangar er mæld með einföldum nema.
Fengin eru þá þau mælimerki sem til þarf, til að hægt sé að skrásetja hegðun vélarinnar undir
hvaða kringumstæðum sem er, svo fremi sem mynstrið breyti sér við mismunandi kringum-
stæður. Til að mynda líkan, sem er lýsandi fyrir brennsluvélina, er hægt að setja fram
stærðfræðilíkan sem hefur þrjár víddir, en þær eru staða magnstillingarstangar, snúningshraði
og afleiða hans. I hverju hniti þessa þrívíða fyrirbæris er safn kraftvektora með ákveðna
stefnu og styrk. Hver kraftvektor er í raun einn tíðniþáttur í tíðnirófi vélarinnar. Samanber
myndir 5 og 6. Stefna hvers kraftvektors segir okkur undir hvaða horni viðkomandi tíðniþát-
tur kemur inn á sveifarásinn miðað við snúningshorn sveifarássins innan vinnuhringsins, þar
sem hann er mældur. Þetta vektorsvið mætti kalla ástandssvið vélarinnar. Líkanið mun fæðast
smátt og smátt og verður að lokum fullmótað eftir ákveðinn tíma. Á þeim tíma verður vélin
að vera í lagi og því keyrð á sem víðustu vinnusviði, undir breytilegu álagi með breytilegum
hraða. Þetta tímabil getum við kallað innstillingartímabil líkansins. Að þessu tímabili liðnu
liggur fyrir í mælitækinu kortlagning á vélinni sem gefur til kynna að hún sé í lagi. Eftir það
skilur mælitækið allt mynstur sem ekki passar við þetta ástand sem óskilgreint og skoðar það
sem bilun. Þessar bilanir verður síðan að kortleggja og skilgreina. Nefna má tvær aðferðir í
þessu sambandi. í fyrsta lagi, kenna mælitækinu einfaldlega hvernig bilanir líta út sem
mynstur í hraðakvikunni með því að leggja inn bilanir í brunavélina og gera mælingu og
segja mælitækinu að þetta þýði tiltekna bilun. Nú þekkir mælitækið þessa bilun þegar hún
kemur upp undir öllum hugsanlegum keyrsluforsendum. Á þennan hátt er búin til bilanaskrá