Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 275
4-4
Haraldur Sigþórsson
Samanburður á umferðaröryggi á
íslandi og hjá öðrum þjóðum
1 Tölfræðileg gögn
Algengasta leiðin við samanburð á umferðaröryggi milli landa er að bera saman dauðaslys.
Skráning þjóðanna er í þessu tilviki sambærileg, þó að leiðrétta þurfi fyrir eftirfarandi atriði:
Á íslandi og hjá mörgum öðrum þjóðum telst slys vera dauðaslys, ef einhver aðili að slysinu
deyr innan 30 daga frá því, að slysið varð [4]. Sumar þjóðir hafa önnur tímamörk, ýmist styttri
eða lengri. Þetta þarf að leiðrétta, til þess að gera tölfræði samanburðarhæfa [3]. Ótvíræður
kostur við samanburð á dauðaslysum er sá, að vanskráning lögreglu, er með minnsta móti en
þau tölfræðilegu gögn er til grundvallar liggja byggja í langflestum tilfellum einungis á
skýrslum lögreglu. Þess vegna er lítið um að leitað sé annarra leiða í þessu efni.
Fyrir íslendinga er þetta þó fremur óhentugt, þar sem okkar tölur um fjölda dauðaslysa eru
lágar og þýðir það óhjákvæmilega meiri tölfræðilega skekkju í samanburðinum, sem sést best
á því, hve tölur frá ári til árs eru misháar. Auðvitað er út frá umferðaröryggissjónarmiði
gleðilegt að dauðaslys séu fátíð, en þegar
ástæðan er sú, að íslendingar eru fáir, getur
farið svo, að hlutfallslega sé myndin önnur.
Á íslandi hafa hlutfallstölur verið í hávegum
hal'ðar um árabil og kannast allir við þá
staðreynd, að íslendingar eru mestir og bestir
miðað við fólksfjölda á nær öllurn sviðum
mannlegs lífs.
Til að bera saman uinferðaröryggi milli
landa, er oft sýndur fjöldi dauðaslysa eða
látinna á hverja 100.000 íbúa, eða á milljarð
ekinna km [1]. Seinni aðferðin hefur þann
kost umfram þá fyrri, að tekið er tillit til
aksturs og bílaeignar. Bandaríkin koma t.d.
illa út ef skoðaður er fjöldi látinna í umferðar-
slysum á 100.000 íbúa, en mun betur, ef fjöldi
látinna á ekna vegalengd er athugaður. Þessu
veldur mikil bílaeign og mikill akstur á
hvern bíl.
Haraldur Sigþórsson lauk byggingaverk-
fræðiprófi frá HÍ 1985, varð Dipl. Ing. frá
háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi
1989 og loks Dr. Ing. frá sama skóla
1993. Framhaldsnámið var í bæjarverk-
fræði á sviði umferðar- og skipulagsmála
og doktorsritgerðin fjallaði um umferð-
arslys. Var aðstoðarmaður við rann-
sóknir hjá Institut fur Verkehrswesen í
Karlsruhe 1990-1992,
verkfræðingur hjá um-
ferðardeild borgar-
verkfræðings öðru
hverju 1986 - 1990 og
deildarverkfræðingur
í fullu starfi frá 1992.