Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 282
280 Árbók VFÍ 1993/94
en 1970. Við fall múrsins breyttust aðstæður fyrir austan mjög og með ófyrirséðum
afleiðingum. Hins vegar virðast tölur þar aftur fara lækkandi og er það ef til vill ein af vís-
bendingunum um, að ólgusjó þjóðfélagsbreytinga sé að lægja [1].
Ymsar þjóðir hafa notað samanburð eins og lýst er hér að framan til þess að draga álykt-
anir um stöðu umferðaröryggismála hjá sér. Þá eru oft myndaðar hlutfallstölur með dauða-
slysum einstakra vegfarendahópa og borið saman milli landa. Slíkt myndi því miður ekki
gefa raunhæfa niðurstöðu fyrir ísland, þar sem tölur eru of lágar. Að vísu er hægt að fullyrða,
að tölur um dauðaslys hjólandi vegfarenda eru lægri hér en víðast annars staðar, en það stafar
einfaldlega af lítilli notkun reiðhjóla í umferðinni hér á landi.
Þegar hefur verið minnst á vandkvæði þess að meta þróun umferðaröryggismála hér á
landi út frá dauðaslysum og vaknar þá sú spurning, hvort ekki sé hægt að nota fjölda óhappa
eða slysa með miklum eða litlum meiðslum, sem mælikvarða á umferðaröryggi. Óhöppum
fer fækkandi í heild fyrir landið síðustu árin, en slysum í heild fjölgandi [4]. Ástæða þess er
örugglega að mestu breytt skráning. Það er því erfitt að sjá, hver þróunin hefur orðið. Hins
vegar væri hugsanlegt að nota breytingar á fjölda alvarlegra umferðarslysa, sem mælikvarða.
í því tilfelli ætti breytt skráning að hafa hverfandi áhrif og tölfræðileg óvissa að vera
viðráðanleg. Skilgreining á slysi með miklum meiðslum er þó ekki nægjanlega einföld. Til
mikilla meiðsla teljast „beinbrot, heilahristingur, innvortis meiðsl, kramin líjfœri, alvarlegir
skurðir og rifnir vefir, alvarlegt lost (taugaáfall), sem þarfnast lœknismeðferðar og sérhver
önnur alvarleg meiðsl, sem hafa í för með sér nauðsynlega dvöl á sjúkrahúsi” [4]. Þetta
þýðir í raun, að mikið slasaðir menn geta verið mjög mismunandi illa farnir. Þeir gætu hafa
dáið seinna en 30 dögum eftir slysið, eða hafa fingurbrotnað á litla fingri. Að mörgu leyti
væri eðlilegt að miða frekar við næturlanga dvöl á sjúkrahúsi.
Það er því niðurstaða málsins, að innan hvers lands verður að vinna skipulega að umferð-
aröryggismálum, en mjög varasamt er að byggja ákvarðanir um aðgerðir eingöngu á saman-
burði við önnur lönd. Gögn úr slysagagnabanka IRTAD geta hins vegar verið mikilvæg til
hliðsjónar, sérstaklega eftir að fleiri upplýsingum hefur verið bætt við bankann á næstu árum.
2 Helstu heimildir
2.1 Ekkehard Bruehning, 1994: Traffic Safety in Germany after reunification. IATSS Re-
search, Vol. 18, No. 1, 1993, bls. 76-79.
2.2 Haraldur Sigþórsson: Zur Problematik der quantitativen Bewertung der Sicherheit von
Strassenverkehrsanlagen. Doktorsritgerð við háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi, varin í
desember 1993.
2.3 IRTAD: Draft Summary Record of the Meeting of the Operational Committee, No.
8-11 frá 1993-1994.
2.4. Umferðarráð: Skýrslur um umferðarslys á íslandi 1975-1993.