Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 283
4-5
Jónas Elíasson
Alhæfð hámarkadreifing fyrir
sólarhringsúrkomu
1 Inngangur
Verulegar framfarir hafa orðið á undanförnum árum í úrvinnslu og meðferð hámarksúrkomu.
Flestir kannast við úrvinnslu Páls Bergþórssonar (Páll Bergþórsson 1977), en þar rannsakar
Páll hámarksúrkomu sem er kvörðuð með meðalársúrkomu. Algengara er að nota hámarks-
regn hvers árs og kvarða með meðaltali hámarkanna eins og gert er í NERC rannsókninni
(FSR 1975), en NERC aðferðin hefur verið notuð mikið til óbreytt í Noregi (Förland og
Kristoffersen 1989). Sú aðferð inniheldur útgildaferil sem nota má til að reikna aftakaúr-
komu, PMP (Possible Maximum Precipitation) og gefur hún ágæt PMP gildi fyrir Island
(Jónas Elíasson 1992). Þá hefur Vatnaverkfræðistofa Verkfræðistofnunar Háskóla íslands
(VVHÍ) rannsakað hámarksúrkomu, bæði magn og dreifingu, í nokkur ár fyrir Landsvirkjun
(Jónas Elíasson og Axel V. Hilmarsson 1991), (Jónas Elíasson og Axel V. Hilmarsson 1992),
(Axel V. Hilmarsson 1993).
Hugtökin „hámarksúrkoma" og „aftakaúrkoma" eru mest notuð í vatnafræðilegri mann-
virkjahönnun. Á þetta einkum við um hönnun á stíflum, brúm og vatnsvegum, en einnig í
hönnun stórra fráveitukerfa. Útreiknaðar líkur á hönnunaratburðunum eru þá notaðar í áhættu-
mati. Margir vilja tengja sérstakar líkur við PMP, eða aftakaúrkomu, en sú leið hefur ekki
almennt verið farin ennþá, heldur er litið á
PMP sem sérstakan hönnunaratburð sem stór
og mjög mikilvæg mannvirki verða að stand-
ast (WMO 1983).
2 Hámarkadreifing
Hámarkadreifingar af ýmsum gerðum eru í
notkun í vatnafræði (Sevruk og Geiger
1985). Þá hefur hágildatölfræðin þróast mik-
ið, sjá Leadbetter, Lindgren og Rootzén
1983. Nú er algengast að nota þær hágilda-
dreifingar sem rúmast í samhágildadreifing-
unni, GEV (General Extreme Value Distri-
bution). Hún inniheldur ýmsar þekktar dreif-
ingar sem sértilfelli, t.d. Gumbel EVl(Ex-
Jónas Elíasson lauk prófi í bygging-
arverkfræði frá DTH 1962, og Lic. techn.
prófi frá sama skóla 1973. Verkfræð-
ingur hjá Vitamálaskrifstofunni 1964-
1965, hjá Straumfræðistöð Raforku-
málaskrifstofunnar 1965-1970, lektor DTH
1970-1974. Skipaður
prófessor í straum-
fræði, vatnafræði og
skyldum greinum við
byggingarverkfræði-
skor Verkfræði- og
Raunvísindadeildar
H.í. 1973.