Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 287
Hámarkadreifing fyrir sólarhringsúrkomu 285
Meðaltöl og staðalfrávik C( stuðla eru í
töflu 2.
Þetta mjög stöðuga meðaltal og litla stað-
alfrávik gerir að verkum að hægt er að nota
2 sem alhæfða (generalized) dreifíngu fyrir
hámarksúrkomu með hallastuðlinum C(
C( = 0,2 að meðaltali
Athuga verður, að þar sem stöðvarársaðferðin er notuð, kemur skyldleiki stöðva fram bæði
í dreifingunni og í skyldleika meðaltala og staðalfrávika nágrannastöðva. Þar sem gagna-
safnið inniheldur eingöngu hámörk hvers árs er skyldleikinn miklu minni en þegar tímaraðir
eru skoðaðar. Því er samtímafylgni regns milli stöðva rniklu stærri en fylgni þeirra raða sem
hér er unnið úr. Þetta hefur þá þýðingu að réttara getur verið að nota C( fyrir stór vatnasvæði
eins og C( fyrir hæsta „mælinn" á svæðinu. Ef t.d. á að áætla aftakarigningu til nota í
afrennslisáætlun samkvæmt svokallaðri stormmiðjuaðferð, og búið er að reikna út að á
svæðinu gætu verið Ns „óháðir" mælar (þ. e. mælar með óháðum árshámörkum), en einungis
er ein eða engin veðurstöð á svæðinu til að styðjast við, þá er væntanlegt hágildi C, H á
svæðinu (meðal hæsta gildis af fjöldanum Ns).
C, (st.frávik)
Ci,H = Ci (meðal) + In Ns — ——---------
Ef engin stöð er á svæðinu, er Cj(meðal) = 0,2 annars er þessi tala metin út frá þeim
upplýsingum sem fyrir liggja. A þessu stigi er ekki annað til um staðalfrávik C( en tafla 2.
Til að meta Ns er nær ekkert að styðjast við. Buishand telur að reikna megi um 30 km sem
fjarlægð milli óháðra stöðva (Buishand 1984). Þessa tölu má svo líklega lækka niður í 5 km í
öfugu hlutfalli við M5. 5 km er sú tala sem stöðvargildi nær til (ARF = 1). ARF er „Area
Reduction Factor“ sjá WMO 1983.
4 M5 kort fyrir ísland
Sú aðferð að kvarða með meðaltali og staðalfráviki til að leiða út dreifinguna (1) gerir að í
raun þarf að kortleggja bæði M5 og C(- til að geta notað (2). Sá stöðugleiki C( sem birtist í
töflu 2. gerir aftur á móti að hægt er að áætla C( óháð M5. Til að nota dreifinguna (1) um-
skrifaða í (2) þarf því einungis að áætla M5. Það verður best gert með að eiga kort sem sýnir
M5 á öllu landinu. Mynd 3 sýnir endurskoðaða útgáfu af eldra korti (Jónas Elíasson og Axel
V. Hilmarsson 1992). Heildregnar línur sýna svæði sem veðurstöðvar ná til. Annars staðar er
M5 gildið áætlað frá meðalúrkomu og er það svæði sýnt með slitnum línum. Við gerð
kortsins hefur VVFI notið aðstoðar Trausta Jónssonar veðurfræðings, deildarstjóra á
Veðurstofu íslands.
Athuga verður að M5 gildi kortsins eru óleiðrétt með öllu. Helstu leiðréttingar eru:
Tímabilsleiðrétting. Hér þarf að nota tímabilsleiðréttinguna margföldun með 1,13 (Jónas
Elíasson og Axel V. Hilmarsson 1991).
Ci WA3-5 WA1-2 DK-94-1 IS
Meðal 0,18 0,21 0,21 0,20
St.frávik 0,04 0,08 0,04 0,04
Stöðvar 122 122 53 128
Tafla 2 C( - stuðlar.
(5)