Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 289
Hámarkadreifing fyrir sóiarhringsúrkomu 287
Mælisleiðrétting. Leiðrétta þarf ef úrkoma á jörð er ekki sú sama og mæld úrkoma í mæli
vegna vinds. Mjög erfitt er að áætla þessa leiðréttingu (Flosi Hrafn Sigurðsson 1987, Adda
Bára Sigfúsdóttir 1987).
ARF stuðull (Area Reduction Factor). Þar sem notað er hámarkið úr hverri stöð þarf ein-
hverja leiðréttingu eftir stærð svæðis því ekki fær allt svæðið hámarksúrkomu samtímis. Sjá
Jónas Elíasson og Axel V,. Hilmarsson 1991. ARF er skilgreint með tvennum mismunandi
hætti (WMO 1983), svokallað fastflatargildi er þá jafnan heldur hærra en stormmiðjugildið.
Mikið hefur verið skrifað um ARF reikninga (Bell 1976, Bengtson 1986).
5 Notkun dreifingarinnar
5.1 Tölfræðilegt mat á regnhágildum
Tölfræðilegt mat á hágildum fer fram sam-
kvæmt (2). Mjög þarf að vanda matið á C(-
stuðlinum. Þegar um lítil vatnasvið er að ræða
er hægt að áætla C(- = 0,2 nema ef nærliggj-
andi veðurathuganir gefi tilefni til annars.
Þegar um stór vatnasvið er að ræða má styðj-
ast við töfluna hér til hliðar.
Skylt er að geta þess að venjulega er PMP áætlað með veðurfræðilegum aðferðum.
(DaoJiang og JinShang 1984, Hansen 1987, Rakhecha og Kennedy 1985). Hér á landi er
mjög erfitt um vik að áætla PMP veðurfræðilega. (Trausti Jónsson munnleg heimild).
Dæmi: Sem dæmi má taka M5 = 80 mm
(kortgildi) og flatarmál afrennslissvæðis 3000
knv gefur tölurnar: Ns = 12 og Cj j_j = 0,28.
Með ARF = 0,7, tímaleiðr. = 1,13 og stöðvar-
leiðrétting = 1,25 fást gildin í töflunni hér til
hliðar.
5.2 Mat á PMP gildum
PMP er hágildi dreifingarinnar (1). Það er reiknað út með því að nota y samkvæmt (3), en
það gildi reiknar út hve stórt jc getur mest verið. NERC notar yUm óbreytt fyrir England,
Wales, Skotland og N. írland, og Norðmenn nota sama yUm, því hefur það einnig verið notað
hér. Fyrir Cj má nota það gildi sem gelur sömu tölu og útgildaferill NERC (fíg. 2.4, Volume
2 FSR 1975). Fá má ágætt mat á PMP gildum samkvæmt NERC aðferðinni (FSR 1975,
Förland og Kristoffersen 1989) með því að setja inn í (2) yUm og:
Cj'pup = 3,2457/M5a<5 - 0,1149 (6)
Gildið er einskonar meðaltal fyrir England, Wales, N-írland og Noreg, en þessi gildi eru
öll mjög lík. Útkoman er mjög svipuð og ef notað er gildið Ci PMP - Ci H Ci H er samt heldur
lægra svo mælt er með að nota (6). Samanburður á NERC gildum samkvæmt (6) og
veðurfræðilega útreiknuðum PMP gildum frá Washington fylki í USA er á mynd 4. Þar eru
einnig C( stuðlar almennra veðurstöðva í fylkinu.
T, ár 10 50 100 500 1000
mm 96 132 148 183 199
Tafla 3 Samband hámarksúrkomu og endur-
komutíma.
M5 25 35 50 100 150
L 5 7 10 20 30
Tafla 3 Áœtluð fjarlœgð í km milli stöðva með
„óháð" liágildi.