Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 291
Hámarkadreifing fyrir sólarhringsúrkomu 289
hönnunar. Það gerir VVFÍ erfitt fyrir í þessum rannsóknum hvað veðurstöðvar eru dreifðar,
einkum er tilfinnanlegur skortur á veðurathugunum inni á hálendi. Ef M5 kortið er skoðað
sést að svæði með heildregnum línum eru á minnihluta kortsins. Við þessu er erfitt að
bregðast. Urkomumælingar þurfa að ná yfir um 30 - 60 ár til að skilgreina M5 gildi.
Hugsanlega verður hægt, er fram líða stundir, að nota tölvulíkön (t.d. HIRLAM) til þess að
reikna úrkomuna á hálendinu út frá strandveðurstöðvunum.
Þá er mjög mikilvægt að rannsaka betur samband skúra og sólarhringsregns. (2) gefur vís-
bendingu um hvernig að skuli fara. Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að einhver formúla
nægi til að færa sólarhringsgildi til tilsvarandi skúraregns. En sé þetta hægt þýðir það í raun
að C,- stuðullinn er fasti fyrir alla varanda regnskúra. Margt bendir til að svo sé ekki,
(Schaefer 1990) heldur sé C,- stærri eftir því sem varandinn er styttri. Þetta þýðir að engin ein
formúla dugir. Rannsóknir á landfræðilegri dreifingu C, og þeirra stuðla sem hann mynda
njóta vaxandi athygli, sjá t.d. Mikkelsen og Dahl 1992. Á VVFI eru uppi áform um að
rannsaka þessa þætti betur.
7 Niðurlag
Reikna má samband hámarksúrkomu sólarhrings og endurkomutíma með því að nota (2) og
áætla hallastuðulinn C,- samkvæmt (5) með stuðning af töflu 3. Þá er hægt að áætla PMP gildi
með því að nota (2), (3) og (6). í báðum tilfellum þarf að taka M5 af korti VVFÍ mynd 2.
Gæta þarf að því að leiðrétta þarf þau gildi eins og lýst er í kafla 4. Með því að nota þessa
aðferð er hægt að meta hámarksregn sólarhrings hvar sem er á landinu.
Stór hluti þeirra niðurstaðna sem hér eru birtar er unninn fyrir Landsvirkjun, sem VVFÍ
vill þakka fyrir veittan stuðning. Veðurstofan hefur verið mjög hjálpleg, einkum er Trausta
Jónssyni, sem hefur tekið þátt í verkinu frá upphafi, þakkað. Þá hafa bæði Verkfræðistofa
Sigurðar Thoroddsen og Orkustofnun lagt hönd á plóginn og eiga þakkir skilið fyrir sitt fram-
lag.
8 Ritskrá
Adda Bára Sigfúsdóttir, 1987; Úrkomurruelingar við Hvalvatn (Precipitation gauging at Hvalvatn).
Arnbjerg-Nielsen, K., Spliid, H., Harremoés, P., 1994; Non-Parametric Statistics on Extreme
Rainfall; Nordic Hydrology (accepted for publication).
Axel V. Hilmarsson, 1993; Aftakaúrkoma á íslandi, Gagnaskrá hefti I - III, (unnið fyrir
Landsvirkjun) VHÍ júní.
Bell, F. C., 1976; The Areal Reduction Factor in Rainfall Frequency Estimation, Natural
Environment Research Council, Institute of Hydrology, Wallingford.
Bengtsson, L. & Niemczynowics, 1986; Areal Reduction Factors from Rain Movemenf,
Nordic Hydrology, 17, 65 - 82.
Buishand, T. A., 1984; Bivariate Extreme Value Data and the Station-Year Method', J.
Hyrol., 69, 77 - 95.
Clarke-Hafstad, Katherine, 1942; Reliability of Station-Year Rainfall-Frequency Determin-
ation', Trans. ASCE, Vol. 107 pp 633 - 683.
Dahl, A., Mikkelsen, P.S. Harremoés, P., 1992; Ekstremregns intensiteter og rördimen-
sionering-, Stads- og Havneingeniören No 8 pp. 30 - 35.