Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 294
292 Árbók VFÍ 1993/94
var einnig athuguð í Grafarvogi á vinnusvæði Björgunar hf. en þar var verið að vinna við
þykkar fyllingar fyrir nýtt athafnasvæði.
2.2 Fyllingarefni
Hraunmulningur, bögglaberg. Bögglabergið er blöðrótt, kantað efni með kornadreifingu
eftir völtun eins og sýnt er á mynd 1 og töflu 1. Efnið er sandrík möl sem er á mörkum þess
að vera frosthættuleg. Við völtun brotnaði efnið verulega niður eins og algengt er með böggla-
berg. Efnið flokkast eftir þjöppun á mörkum þess að vera efra burðarlagsefni samkvæmt kröf-
um í Alverk. Bögglabergið er svipað og efni úr Kleppsskafti sem var rannsakað 1992, sjá
heimild 6.2. Samkvæmt þeim niðurstöðum er líklegt að viðnámshorn vel þjappaðs böggla-
bergs sé 50° til 60° við lóðrétt álag á bilinu 0,5 til 1,0 MPa.
Bögglaberg Fjörgyn Björgun
Efni <0,075mm 6,5 1,7 2,9
Efni >4,75mm 66 63 62
Cu = D60/D10 100 21 42
Cc = (D30) /(D10 x D60) 3,9 1,8 2,1
USCS GP-GM GW GW
Frostflokkur F-1 Öruggt Öruggt
Fínefnasnauð sjávarmöl. Kornadreifing efnisins eftir völtun er sýnd á mynd 1 og töflu 1.
Efnið er sandrík möl sem er ekki frosthættuleg. Fínni hluti efnisins er gerður úr fremur rúnn-
uðum kornum en grófari hlutinn er úr köntuðum kornum. Við völtun brotnaði efnið lítið
niður eins og algengt er með sjávarmöl. Efnið flokkast sem efra burðarlagsefni samkvæmt
kröfum í Alverk. Sjávar-
mölin er svipuð og upp-
dælt efni úr Engeyjarrifi
sem var rannsakað 1992
vegna byggingu Voga-
bakka, sjá heimild 6.2.
Samkvæmt þeim niður-
stöðum er líklegt að við-
námshorn vel þjappaðrar
sjávarmalar sé 50° til 60°
og sæmilaga þjappaðrar
sjávarmalar sé 45° til 55°
við lóðrétt álag á bilinu
0,5 til 1,0 MPa. Rétt er að
undirstrika að hér er í
báðum tilvikum um að
ræða möl þar sem grófari
hluti efnisins er úr könt-
uðum kornum og korna-
dreifing hagstæð til þjöpp-
unar.
Tafla 1 Kornadreifing ejha.
Mynd 1 Komastœrðir JyllingareJha eftir völtun (heimild 6. 1 og 6.3).
2.3 Þjöppun fyllinga
Fyllingamar sem voru próf-
aðar eru valtaðar í lögum
með þungum titurvaltara
og er efnið haft vel vott.
Bögglabergið var valtað
með 10 tonna dregnum titur-