Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 295
Plötupróf 293
valtara og að hluta með 18 tonna akandi titurvaltara. Mölin í Fjörgyn er þjöppuð neðst í eins
metra þykku lagi með 5,8 tonna titurvaltara, næsti metri er valtaður með 8,2 tonna titurvaltara
og að lokum er efsti 0,5 metri valtaður með 3,5 tonna titurvaltara. Mölin hjá Björgun er um 4
metrar á þykkt, lögð út í 70 cm þykkum lögum og völtuð með 10 tonna titurvaltara. Efsta
lagið var að lokum valtað nokkrum sinnum með valtara án titrunar til að þjappa sem best
yfirborðið. Bæði fyllingarefnin flokkast undir efni með góðri kornadreifingu til þjöppunar.
Verktakar upplýstu að í Reykjanesbraut og á vinnusvæði Björgunar var valtað með minnst 5
yfirferðum á hverju fyllingarlagi og stað. I Fjörgyn er ekki tryggt að völtun hafi verið jafn
ítarleg, allavega ekki á efsta laginu. Bögglabergið er með nægu fínefni til að efsti hluti
fyllingar bindist þokkalega. Sjávarmölin er fínefnasnauð og því ólíklegt að góð þjöppun náist
í efsta hluta fyllingarinnar. Fyllingarnar voru metnar þannig að bögglabergið væri vel þjöpp-
uð fylling, mölin í Fjörgyn sæmilega vel þjöppuð og mölin hjá Björgun hf. vel þjöppuð
fylling.
3 Plötupróf
3.1 Lýsing prófs
Prófið er samkvæmt heimild 6.8 með því fráviki að ekki er sett neitt forálag. Alag er sett á í
þrepum, fyrst í 0,1 MPa, síðan í 0 og þaðan aftur í 0,1 MPa í þrepum. Frá 0,1 MPa er farið í
0,3 MPa og þaðan til baka í 0 MPa og aftur í 0,3 MPa í þrepurn. Frá 0,3 MPa er farið í 0,5
MPa, síðan í 0 MPa og þá aftur
í 0,5 MPa í þrepum. Nánari lýs-
ing á prófum er í heimild 6.1
og 6.3. Við prófin voru notaðar
fjórar stærðir af hringlaga plöt-
um þ.e.a.s. 20, 30, 45 og 60 cm
í þvermál. Burðargildin E1 og
E2 voru mæld fyrir heildarálag
0,1, 0,3 og 0,5 MPa. Allar mæl-
ingar voru gerðar þrisvar og
meðaltal þeirra notað sem niður-
staða prófs. Á mynd 2 er sýnt
sem dæmi niðurstaða mælinga
úr einu prófi.
3.2 Niðurstöður prófa
Útreikningar eru gerðir samkvæmt heimild 6.8 eftir jöfnunni:
E = 0,75 (APxD)/As
D er þvermál plötu í m.
AP = P2 - P,. Álagið er í MPa
As = S2 - Sj. Sig er í m.
Við útreikninga á E1 er P2 70% af heildarálaginu en P, 30%.
Við útreikninga á E2 er P2 jafnt heildarálaginu en P, 30% af því.
Við útreikninga er S2 og S, sig við álagið P2 og P,.
Mynd 2 Niðurstaða mœlinga á möl (45 cm plata), (heimild 6.3)